Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 15:30

Stendur Ástrali uppi sem sigurvegari?

Greg Norman, alías hvíti hákarlinn, vill ekkert fremur en að sjá einhvern landa sinna, Adam Scott, Jason Day eða Marc Leishman í græna jakkanum á sunnudaginn.

Reyndar töldu allir fyrir nokkrum áratugum síðan að Greg Norman myndi sigra á Masters, en í staðinn fylgdist fólk í sjokki með þegar hann tapaði hverjum bráðabananum á fætur öðrum og varð hvað eftir annað í 2. sæti …. jafnvel árið 1996 þegar hann jafnaði glæsilegt vallarmet Nick Price frá 1986 á Augusta National upp á 63 högg! … öðru nær!!! Nick Faldo stal sigrinum og íklæddist græna jakkanum í 3. sinn, það ár.

Ástralskur kylfingur hefir aldrei sigrað í the Masters risamótinu og mörgum einkum í Suðurálfu finnst rétt að það breytist í kvöld.

Í þetta sinn situr Norman í sófanum heima í húsinu sínu í Flórída og fylgist eins og svo margur annar kylfingurinn með the Masters í gegnum sjónvarpútsendingu frá risamótinu.

„Ég held að líkurnar séu gífurlegar núna (á áströlskum sigurvegara),“ sagði Norman. „Af því sem ég gat best séð (á 3. hring í gær) eru þeir allir að spila ótrúlega vel. Veðrið á að vera fínt þannig að það hefir engin áhrif.“

„Það væri frábært að sjá Ástrala vinna!“ „En það eru mörg góð nöfn á skortöflunni og margir sem koma til greina (sem sigurvegari).“

Veislan hefst eftir aðeins 30 mín … og spennan nær hámarki í kvöld – Hver verður það: Scott, Day eða Leishman? Brandt Snedeker,  Ángel Cabrera eða Tiger? Eða einhver allt annar sem sigrar?