Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 23:17

Bráðabani milli Cabrera og Scott

Ángel Cabrera og Adam Scott luku báðir leik eftir 72 holur á 77. Mastersmótinu  á 9 undir pari, 279 höggum og nú verður að fara fram bráðabani milli þeirra.

Adam Scott á færi á að vinna fyrsta Masters titil fyrir Ástrali – Ángel Cabrera gerir allt til þess að heiðra 90 ára afmælisdag „El Maestro“, sem er kallaður faðir golfíþróttarinnar í Argentínu.

Annarhvor þeirra kemur til með að klæðast græna jakkanum eftir smá stund…. en fyrst æsispennandi bráðabani á 18. holu Augusta National.