Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 23:39

Adam Scott sigurvegari Masters!!!

Adam Scott varð í kvöld fyrsti ástralski kylfingurinn sem tekst að sigra Mastersmótið, á Augusta National.

Landi Scott, Greg Norman, varð t.a.m. 3 sinnum í 2. sæti: 1986, 1987 og 1996, þegar hann jafnaði glæsilegt vallarmet Nick Price upp á 63 högg á Augusta National, en jafnvel það dugði ekki!

Adam Scott er 32 ára, fæddur 16. júlí 1980 í Adelaide, Ástralíu. Hann vann Ángel Cabrera, 43 ára, frá Argentínu í bráðabana. Fyrst var 18. holan spiluð en þar fengu báðir par. Næst var farið á 10. holu og þar hafði Scott sigur!!!

Þessi sigur bætir fyrir óhappalokaholur Scott á Opna breska 2012, þar sem hann lét sigurinn ganga sér úr greipum.

Adam Scott er sannkölluð þjóðarhetja í Ástralíu, en þar fylgdust ástralskir kylfingar spenntir með úrslitum mótsins!!!