Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 21:00

Cabrera leiðir eftir 9 lokaholur

Ángel Cabrera frá Argentínu er í forystu þegar aðeins er eftir að leika 9 holur af the Masters risamótinu 2013.

Hann átti glæsilega fyrri 9 þar sem hann spilaði skollafrítt, hélt sínu og gerði betur bætti við 2 fuglum á par-5 2. holunni  (Pink Dogwood) og par-4 7. holunni (Pampas).

Cabrera hefir 2 högga forystu á næsta mann, bandaríska kylfinginn Brandt Snedeker sem er á 7 undir pari samtals.

Jafnir í 3. sætinu eru síðan Ástralarnir Jason Day og Adam Scott á 6 undir pari; landi þeirra Marc Leishman er einn í 5. sæti á samtals 5 undir pari og Daninn ungi Thorbjörn Olesen er búinn að vinna sig upp í 6. sætið á glæsilegum lokahring, þar sem hann hefir leikið á 4 undir pari, sem er einnig heildarskor hans.

Til þess að fylgjast með stöðunni á seinni 9 á the Masters 2013 SMELLIÐ HÉR: