Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 19:00

Þýsk snilli

Ótrúlegir hlutir eru að gerast á 4. og lokahring Augusta Masters.

Þýska Ryder Cup kylfingnum Martin Kaymer var ekkert búið að ganga sérlega vel í þessu Masters móti.  Völlurinn hentar einfaldlega leik hans ekki hefir hann sagt í viðtölum. Er það að breytast?

Nú á 4. og síðasta hringnum fékk hann 5 fugla í röð á allar síðustu holurnar!!!!…. hann kom inn á skori upp á 2 undir pari, 70 högg. A.m.k. fer hann með fuglabragð frá Augusta þetta árið og verður gaman að fylgjast með honum 2014.

Bernhard Langer

Bernhard Langer

Nú rétt áðan fór Þjóðverjinn Bernhard Langer út og er þegar kominn á 3 undir pari…. eftir 3 holur, fékk fugla á allar fyrstu 3 holurnar.

Langer er kominn í 5 undir par og er aðeins 2 högg frá forystumönnunum  – það þætti nú saga til næsta bæjar ef þessi gamli þýski snillingur klæddist græna jakkanum í kvöld!!!

Þetta er ekkert annað en þýsk snilli!