Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 14:30

Olesen með 68 á 3. hring Masters

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen stóð sig hreint með afbrigðum vel á 3. hring The Masters í gær og átti stjörnuleik.  Hann var meðal þeirra 7 sem rétt náðu að komast í gegnum niðurskurð í risamótinu á 10 högga undanþágunni s.l. föstudag, en meðal þessara 7 voru 14 ára kínverski undrastrákurinn Guan Tianlang, Lucas Glover og Bubba Watson.

En leikur upp á 68 högg í gær, laugardaginn 13. apríl 2013 á 3. hring the Masters kom honum í samtals parið eftir 3 hringi og eins fór hann upp um 37 sæti og deilir nú 18. sætinu með Zach Johnson, Justin Rose, Jason Dufner og Fred Couples (sem átti því miður ólánshring upp á 77 högg og datt niður úr 2. sætinu sem hann deildi með Marc Leishman eftir 2. dag mótsins).

Thorbjorn Olesen spilaði 3. hring með Guan Tianlang og klóraði sig upp skortöfluna með fuglum á fyrstu tveimur holunum. Skollar á 10. og 11. holu jöfnuðu út þennan góða byrjunarárangur. En hann brást við með gífurlegu keppnisskapi og náði upp 5 höggum á næstum 4 holum, þ.á.m. með erni á 13. braut, jafnvel þó skolli á par-3 16. holunni (Redbud) setti aftur smá strik í reikninginn.

„Ég hélt reyndar að ég hefði verið að spila ágætlega á 1. degi, en ég var ekki búin að gera mér grein fyrir grínunum á fyrsta degi,“ sagði Olesen.

„Ég átti nokkur slæm dræv á seinni 9 0g var virkilega refsað fyrir og fékk þá skrambana þar (á 10. og 18. holu á 1. hring).“

„En síðan þá finnst mér ég hafa spilað virkilega vel, ég hef átt góð dræv og gert þetta auðveldar fyrir mig.“

Heimild: Sky Sports