
The Masters í beinni
Fyrsta risamót ársins meðal karlkylfinga, The Masters hóf göngu sína fimmtudaginn 11. apríl s.l. og að venju á Augusta National golfvellinum.
Allir bestu kylfingar heims eru meðal keppenda en einnig nokkrir óþekktir áhugamenn og þar hefir hin ungi, kínverski Guan Tianlang aldeilis slegið í gegn en hann lék 1. hringinn á 73 höggum, mun betur en margir sem reyndari eru. Hann er sá yngsti sem komist hefir í gegnum niðurskurð á PGA Tour móti aðeins 14 ára og eftir 3. dag er hann í 3. neðsta sæti þeirra sem komust áfram. Ótrúlegur árangur 14 ára stráks!!!
Eftir 3. hring leiða Argentínumaðurinn Ángel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker.
Tiger er til alls líklegur, byrjaði rólega eins og hans er von og vísa á 70 höggum á fyrsta hring og var eftir 2. hring ná samtals 1 höggi undir pari, vegna 2 högga í víti, sem hann fékk fyrir að taka ekki víti með réttmætum hætti í samræmi við reglu 26-1a og að skrifa undir rangt skorkort (Brot á reglu 6-6d) og eftir að Nefndin breytti frávísunarvíti sem hann átti að hljóta fyrir síðargreinda brotið í 2 högga víti. Eftir 3. hring í gær deilir Tiger 7. sætinu ásamt Tim Clark frá Suður-Afríku.
Útsending frá the Masters hefst kl. 16:00.
Sjá má The Masters í beinni með því að SMELLA HÉR:
Sjá má stöðuna í The Masters (4.og lokahring) með því að SMELLA HÉR:
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?