Guan Tianlang
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 23:00

Guan með lægsta skor áhugamanna

Tianlang Guan lauk lokahring sínum á Masters nú í dag sunnudaginn 14. apríl 2013. Hann var á 3 yfir pari, 75 höggum, fékk 15 pör og 3 skolla og var á samtals skori upp á 12 yfir pari.

Þetta er alveg ótrúlegur árangur 14 ára stráks, sem enn er í 8. bekk í Kína.

Hann varð yngstur til að taka þátt í Masters og er yngstur til að komast í gegnum niðurskurð.

Hann var á besta skori þeirra 6 áhugamanna sem þátt tóku í 77. Masters mótinu og hlýtur því silfurbikarinn, sem Guan fær afhentan um leið og sigurvegari mótsins er klæddur í græna jakkann.

„Ég held að ég hafi spilar vel fyrstu tvo hringina,“ sagði Guan, sem var á ekki verra skori en skilla alla vikuna. „Ég var svolítið þreyttur í dag. Þannig að já, það er mikið af þáttum, sem ég þarf að bæta.“

„Stutta spilið mitt er gott, en ég verð að gera betur. Ég verð að slá lengra með drævernum. Já, ég meina ég verð að bæta mig allsstaðar.“

Það er hinsvegar ekki á dagskrá hjá Guan að gerast atvinnumaður strax. „Ég hef ekki ákveðið mig enn, en það gerist ekkert of fljótt því það er enn fullt af hlutum sem ég verð að bæta,“ sagði Guan um að gerast atvinnumaður. „Það liggur ekkert á.“

Billy Payne formaður Augusta National, Guan og Peter Dawson, framkvæmdastjóri R&A

Billy Payne formaður Augusta National, Guan Tianlang og Peter Dawson, framkvæmdastjóri R&A