Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 22:45

Tiger lauk Masters á 70

Tiger Woods var nú rétt í þessu að ljúka leik á 77. Mastersmótinu. Hann  var á 2 undir pari, 70 höggum á lokahringnum.

Samtals lék Tiger á 5 undir pari, 283 höggum (70 73 70 70), sem er stórglæsilegt miðað við að 3 högganna voru víti sem hann fékk á 15. holu á 2. hring og fór í gegnum taugatrekkjandi umræðu um frávísun úr mótinu.

Í viðtali eftir lokahringinn sagði Tiger m.a. að erfitt hefði verið að slá aðhögginn, þau hefðu runnið lengra en venjulega, en erfitt hefði verið að lesa flatirnar, því þær hefðu verið hægari.

Aðspurður hvað hann hefði sleppt að gera á lokahringnum, sem hann hefði þurft að gera svaraði Tiger „Að vera á 65 (höggum).“

Tiger lauk stutta viðtalinu á að segja að sér fyndist hann hafa spilað vel – en hefði ekki náð að pútta nógu vel á lokahringnum og misst af höggum hér og þar.

Tiger deilir sem stendur í 4. sætinu á Masters.