Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 18:30

Na með 10 högg á 12. braut!

Kevin Na spilaði nú í þessu par-3 12. braut Augusta National (Golden Bell), eina þekktustu par-3 braut í heiminum á 10 höggum.

Bolti Na lenti nokkrum sinnum í Rae´s Creek (á fyrir framan flötina) og hann varð að því að endurtaka höggið.

Golden Bell er 142 metra löng.  Na setti þó ekkert met hér því það á Tom Weiskopf frá árinu 1980 þegar hann spilaði 12. á Augusta á 13 höggum.

Aumingja Na, það á ekki af þessum kylfingi að ganga!