Shaq og Bubba í golfi
Körfuboltasnillingurinn Shaquille O´Neal er enginn smásmíð s.s. sést á meðfylgjandi mynd, þar sem hann heldur á Bubba Watson í fanginu eins og tuskudúkku. Shaquille eða Shaq eins og hann er alltaf kallaður er hvorki meira né minna en 2,16 m á hæð og vegur 147 kíló. Bubba er ekkert lágvaxnasti kylfingurinn á PGA Tour; er 1,91 m á hæð og vegur 82 kíló. Það sem er þó kannski fyndnast við myndina er „outfit-ið“ sem Shaq er í. Nokkuð óvanalegt að sjá þennan snilling í bleikum golfhnébuxum og grænköflóttri peysu, og sokkum og húfu í stíl svo ekki sé minnst á sexí bleika dúskinn!!! Það mættu fleiri taka Shaq sér til Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Inbee í 1. sæti!!!
Inbee Park frá Suður-Kóreu er komin í 1. sæti á Rolex-heimslista kvenna, eftir glæsiárangur í 1. risamóti kvenna; Kraft Nabisco Championship. Hún veltir þar með Stacy Lewis úr 1. sætinu, sem hafði þar skamma viðkomu. Umskiptin á toppnum eru einu markverðu breytingarnar þessa vikuna; það er ekki fyrr en í 10. sæti sem aftur sjást breytingar en á topp 10 (í 10. sætið) er komin ástralska golfdrottningin Karrie Webb; veltir úr sessi bleika pardusnum, Paulu Creamer sem fallin er niður í 11. sætið. Annars er staða annarra kvenkylfinga á Rolex-heimslistanum þessi: Yani Tseng (3. sæti); NY Choi (4. sæti); So Yeon Ryu (5. sæti); Suzann Pettersen (6. sæti); Jiyai Shin Lesa meira
GL: Golklúbburinn Leynir semur við GrasTec ehf um vallarstjórn á Garðavelli á Akranesi
Gerður hefur verið samningur við GrasTec ehf um vallarstjórn á Garðavelli á Akranesi undir stjórn Brynjars Sæmundssonar, framkvæmdastjóra GrasTec. GrasTec tekur við vallarstjórn af Róberti Halldórssyni sem var ráðinn vallarstjóri hjá Golfklúbbi Grindavíkur í vetur. Samningur milli GrasTec og GL var undirritaður um helgina. Aðkoma GrasTec felur í sér yfirumsjón með umhirðu og gæðum Garðavallar auk þess að veita ráðgjöf hvað varðar uppbyggingu og framkvæmdir á vellinum. GrasTec mun stýra þeim mannskap sem vinnur á vellinum og sér til þess að unnið sé eftir áætlunum sem settar verða upp og þeim gæðakröfum sem eru gerðar. Brynjar á og rekur fyrirtækið GrasTec ehf sem stofnað var árið 2006 og sérhæfir sig Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk leik á SoCon Championships í 9. sæti – Berglind og UNCG urðu í 3. sæti
Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon luku í dag leik á Southern Conference Championship, í Hilton Head, Suður-Karólínu. Mótið stóð dagana 14.-16. apríl 2013. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum Sunna varð í 9. sæti í einstaklingskeppninni, sæti sem hún deildi með Alexu Rancourt frá Furman háskólanum (þar sem Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, er við nám, en hún tók ekki þátt í mótinu). Sunna var á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (72 77 79). Hún var á 2. besta skori í liði sínu og taldi því skor Sunnu í árangri Elon sem lauk keppni í 6. sæti í liðakeppninni. Berglind bætti sig með hverjum hring en Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn í 2. sæti á SSAC Championship eftir 1. dag
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE, og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans taka sem stendur þátt í svæðamótinu, Southern States Athletic Conference (skammst. SSAC) Championships, sem fram fer í Lagoon Park, Montgomery, Alabama, dagana 15.-17. apríl. Þátttakendur eru 54 frá 11 háskólum. Eftir fyrsta dag keppninnar er Hrafn í 2. sæti sem hann deilir með liðsfélaga sínum Daníel Jansen og efsta mann þess liðs sem er í efsta sæti í liðakeppninni, Matt Emery frá Lee University. Hrafn lék fyrsta hringinn í gær á 3 undir pari, 69 glæsihöggum og er aðeins 3 höggum á eftir þeim sem er á besta skorinu eftir fyrsta dag, Chase Miller frá College of Coastal Georgia, en Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 2. sæti á Wofford Inv. eftir 1. dag
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og the golflið East Tennessee State University, ETSU Bucs hófu leik í dag á Wofford Coca-Cola Invitational í Spartansburg, Suður-Karólínu. Mótið er tveggja daga frá 15.-16. apríl og þátttakendur eru 88 frá 16 háskólum. Golflið ETSU hefir unnið síðustu Coca-Cola Invitational mót á s.l. 2 árum. Guðmundur Ágúst lék 36 holurnar fyrri daginn á samtals 147 höggum (74 73) og er T-41 í einstaklingskeppninni, þ.e. jafn öðrum í 41. sæti. Hann er á lakasta skori af 5 liðsmönnum ETSU Bucs og telur skor hans ekki í glæsiárangri liðsins, en það er í 2. sæti í liðakeppninni. Þetta er síðasta mót Guðmundar Ágústs og ETSU fyrir svæðamótið Atlantic Sun Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Charlotta Sörenstam – 16. apríl 2013
Það er Charlotta Sörenstam sem er afmæliskylfingur dagsins. Charlotta er systir hinnar frægu Anniku Sörenstam, sem var einráð í kvennagolfinu um langt skeið sem nr.1 á Rolex-heimslista kvenna. Charlotta er fædd 16. apríl 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Charlotta starfar sem golfkennari við golfskóla systur sinnar og hefir m.a. verið með golfskýringaþætti á ýmsum golfmiðlum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Haastrup, 16. apríl 1984 (29 ára); Michael Thompson, 16. apríl 1985 (28 ára – hann leiddi m.a. fyrir lokadag McGladreys mótsins í október 2011) …. og …. Bjössi Garðars, GS F. 16. apríl 1962 Oli Magnusson F. 16. apríl 1970 (42 ára) Lesa meira
Guan spilar í Zurich Classic
Kínverski 14 ára strákurinn Guan Tianlang, sem var sá yngsti til að spila í Masters risamótnu og sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð hefir þegið boð styrktaraðila um að spila í Zurich Classic í New Orleans í næstu viku, sögðu skipuleggjendur mótsins. Guan komst á Masters eftir að hann sigraði í Asia Pacific Amateur Championship. Hann vann sér inn silfurbikarinn fyrir að vera sá áhugamaður með besta skorið á Masters en hann lék á 12 yfir pari, 300 höggum (73 75 77 75). Kínverski undratáningurinn var með engin þrípútt í mótinu og ekkert verra skor en skolla á skorkortinu sínu. Eini hnökrinn var 1 höggs víti sem Lesa meira
GO: Auður Ólafsdóttir krýnd púttdrottning á kántríkvöldi GO kvenna – Cowgirls með besta þemað
Það var ekki fjölmennur hópur kvenna sem mætti s.l. föstudagskvöld á kántríkvennakvöld GO þ.e. 12. apríl 2013 s.l. en skemmtunin var engu að síður stórgóð og mikil stemming var í húsinu. Það var þema í húsinu og allar konurnar lögðu sig að sjálfsögðu fram við uppfylla þemað sem var kántrí „working 9 to 5“, valið var besta þemaborðið og þar sigruðu „naumlega“ með yfirburðum borðið Cowgirls sem mættu á sérhönnuðum golfkylfuhestum og með skreytingar og hvaðeina og fyrir utan að í þeim heyrðist ágætlega þannig að ekki var hjá því komist að veita þeim verðlaun sem þær stóðu samt vel undir. Krýnd var púttdrottning kvöldsins og það var Auður Ólafsdóttir. Golf Lesa meira
„… fáðu fugl á síðustu holuna“
Adam Scott var 32 ára þegar hann vann fyrsta risamót sitt í golfinu á Augusta National … en þegar betur er að gáð var hann bara að fylgja sama uppáhaldsfrasa og hann hefir haft a.m.k. síðan í menntaskóla. Eftir að Scott sökkti fuglapúttinu gegn Ángel Cabrera og íklæddist græna jakkanum eftirsótta, tvítaði fyrrum sveifluþjálfi hans, Claude Harmon III mynd af Adam Scott frá árbók Kooralbyn International School nálægt Brisbane, í Ástralíu. Scott sem fékk fugl á 18. holu og síðan á lokaholu bráðabanans (10. holu) gegn Cabrera hélt sig bara við uppáhaldsfrasa sinn í golfinu, sem hann hafði þegar í menntaskóla. Í árbók Adam Scott úr menntaskóla (ens.: yearbook) stendur: Lesa meira







