Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 17:00

Adam Scott í 3. sæti heimslistans

Adam Scott fór upp í 3. sæti heimslistans (7.92 stig) fyrir sigur sinn á The Masters risamótinu í gær. Þetta er besti árangur Scott á heimslistanum, en þar áður hafði hann hæst verið í 5. sæti listans, eftir góða frammistöðu á BMW Championship í fyrra (Scott varð T-6 í því móti). Ángel Cabrera tekur líka gott stökk upp listann, var í 269. sæti hans, en er nú í 64. sæti kominn langt á topp 100 og nálgast topp 50 á heimslistanum. Tiger er sem fyrr efstur í 1.sæti heimslistans (12.17 stig) og Rory er nr. 2.(10.88 stig) Í 4. sæti er  Justin Rose (6.91 stig) ; í 5. sæti (6.48 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 14:45

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra hefur leik á WCC Championship í dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco hefja í dag leik á West Coast Conference Championship, en mótið fer fram í the Gold Coast GC í Bremerton í Washington. Þátttakendur eru 30 frá 6 háskólum. Eygló Myrra á rástíma kl. 8:40 að staðartíma (sem er kl.15;40 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Fylgjast má með gengi Eygló Myrru og golfliði USF með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 14:30

Scott vottar Kel Nagle virðingu – er búinn að ákveða hvað verður í Champions Dinner næsta ár!!!

Adam Scott nýbakaður Masters meistari vottaði hinum 91 ára Ástrala Kel Nagle virðingu sína, en Nagle er elsti núlifandi meistari risamóta. Nagle varð 91 árs s.l. desember og fylgdist líkt og mestöll ástralska þjóðin spennt með hvort Áströlum tækist nú loks að sigra á the Masters og binda þar með endi á 73 ára eyðimerkurgöngu sigurleysis Ástrala, allt frá því Jim Ferrier tók fyrst þátt í the Masters 1940 og hafnaði í 2. sæti árið 1950. Nagle keppti fyrst á the Masters 1960; aðeins nokkrum mánuðum áður en hann keppti fyrir Ástralíu hönd á Opna breska á St. Andrews og sigraði. Eftir að búið var að klæða Adam Scott í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 14:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á Wofford Inv. í dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og the ETSU Bucs hefja leik í dag á Wofford Coca-Cola Invitational í Spartansburg, Suður-Karólínu. Mótið er tveggja daga frá 15.-16. apríl.  Golflið ETSU hefir unnið síðustu tvö Coca-Cola Invitational mótinu á s.l. 2 árum. Þátttakendur eru um 88 frá 16 háskólum: Golflið ETSU, The Terriers, Appalachian State, Charleston Southern, Elon, Furman, Gardner-Webb, High Point, James Madison, Longwood, Presbyterian, Radford, Stetson, USC Upstate, Western Carolina, and Winthrop. Þetta er síðasta mót Guðmundar Ágústs og ETSU fyrir svæðamótið Atlantic Sun Championship, sem stendur dagana 21.-23. apríl n.k  og fer fram á The Legends golfvellinum í Braselton, Georgíu. Ekki er hægt að vera með tengil inn á skortöflu í mótinu,  en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna efst á SoCon Championship eftir 1. dag

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon hófu í gær leik á Southern Conference Championship, í Hilton Head, Suður-Karólínu.  Mótið stendur dagana 14.-16. apríl 2013. Þátttakendur eru 50 frá 10 háskólum Sunna deilir 1. sætinu eftir 1. dag með Emily McLennan frá Chattanooga háskólanum, en báðar léku 1. hring á 72 höggum eða sléttu pari. Á hringnum fékk Sunna 1 örn, 1 fugl, 13 pör og 3 skolla. Berglind lék á 80 höggum í einstaklingskeppninni og er T-25 þ.e. deilir 25. sætinu með 4 öðrum. Golflið Sunnu þ.e. Elon háskóla og golflið Berglindar þ.e. UNGC deila 6. sætinu í liðakeppninni eftir 1. dag. Til þess að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Finnbogi Haukur Axelsson – 15. apríl 2013

Það er Finnbogi Haukur Axelsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Finnbogi Haukur er fæddur 15. apríl 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!  Hann er í GOB. Sjá má viðtal sem Golf1 tók við Finnboga Hauk með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Finnbogi Haukur Axelsson F. 15. apríl 1983 (30 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Barbara Barrow, spilaði á LPGA, 15. apríl 1955 (58 ára); Michelle Redman, spilaði á LPGA, 15. apríl 1965 (48 ára); Suzy Green, spilaði á LPGA, 15. apríl 1967 (46 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 09:25

Græna jakka serimónían-Myndskeið

Eftir að Adam Scott sigraði á Masters 2013 í gærkvöldi fór fram hin hefðbundna serimónía þar sem sigurvegari síðasta árs (á þessu ári Bubba Watson, sigurvegari 2012) afhenti Adam Scott græna jakkann eftirsótta. Það var því eitt nýtt fatarkyns, grænn jakki, sem bættist við í fataskáp Adam Scott seint í gærkvöldi!!! Áður en Bubba klæddi Adam Scott í græna jakkann – var Tianlang Guan, 14 ára strákurinn heiðraður, en hann er sá yngsti til þess nokkru sinni að keppa í Masters mótinu og jafnframt sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð. Hann var spurður um hvaða áhrif þátttaka hans í Masternum myndi hafa á ungmenni heima fyrir í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 09:00

Sigurpútt Adam Scott-Myndskeið

Sigur Adam Scott var á the Masters var langþráð stund fyrir hann persónulega, en einnig Ástrala sem beðið hafa í yfir 70 ár eftir að einhver landsmanna þeirra ynni risamótstitilinn á the Masters. Bráðabaninn milli þeirra Adam Scott og Ángel Cabrera var æsispennandi og ekki minnkaði spennan eftir að Cabrera rétt missti púttið sitt á 10. holu – sem var 2. holu bráðabanans.  Þeir voru áður búnir að spila 18. holu, sem báðir fengu par á. En svona vann Adam Scott the Masters 2013: Hér er til upprifjunar sigurpútt Adam Scott á the Masters 2013 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 08:30

Hvað var í sigurpokanum?

Adam Scott notaði Titleist 913D dræver í fyrsta sinn í móti … og sigraði með honum the Masters.  Reyndar var pokinn hjá honum fullur af Titleist kylfum og Titleist Pro V1 bolta og þannig útbúinn vann hann Ángel Cabrera í bráðabana eftir að hafa komið inn á 3 undir pari, 69 höggum, lokahringinn. Í sigurpoka Adam Scott voru eftirfarandi kylfur:  Dræver: Titleist 913D3 (Graphite Design Tour AD DI-8 skaft), 9.5° 3-tré: Titleist 910F.d (Rombax Pro 95 skaft), 15° Járn (2-iron): Titleist 712U (KBS Tour skaft) Járn (3-9): Titleist 710 MB (KBS Tour sköft) Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM4 (48°, 54°; KBS Tour sköft), Titleist Vokey Design TVD (60°; KBS Tour skaft) Pútter: Scotty Cameron fyrir Titleist Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2013 | 08:00

Scott:„Er stoltur Ástrali“-Myndskeið

Hér má sjá frá blaðamannafundi með sigurvegara the Masters 2013 – Ástralanum Adam Scott. Scott hóf ræðu sína á að segja að dagurinn hefði verið ótrúlegur þar sem allt hefði fallið með sér.  Hann væri stoltur Ástrali sem vonaði að sigurinn félli í góðan jarðveg heima fyrir…. (í Ástralíu) ….. en einnig í Nýja-Sjálandi (þaðan sem kylfuberinn hans frægi Steve Williams er). Scott hældi Ángel Cabrera sagði að hann hefði kynnst honum nokkuð í gegnum Forsetabikars-keppnir … hann væri sannur herramaður og þeir báðir vinir. Scott sagði að hann mæti það mikils að Ángel hefði eitt sinn sagt við sig þegar sér gekk illa í Forsetabikarnum að hann væri frábær kylfingur. Lesa meira