Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2013 | 19:45

Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk leik á SoCon Championships í 9. sæti – Berglind og UNCG urðu í 3. sæti

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon luku í dag leik á Southern Conference Championship, í Hilton Head, Suður-Karólínu.  Mótið stóð dagana 14.-16. apríl 2013. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum

Sunna varð í 9. sæti í einstaklingskeppninni, sæti sem hún deildi með Alexu Rancourt frá Furman háskólanum (þar sem Ingunn Gunnarsdóttir, GKG,  er við nám, en hún tók ekki þátt í mótinu).  Sunna var á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (72 77 79). Hún var á 2. besta skori í liði sínu og taldi því skor Sunnu í árangri Elon sem lauk keppni í 6. sæti í liðakeppninni.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.

Berglind bætti sig með hverjum hring en fór upp úr 25. sætinu í það 19. sem hún deildi með tveimur öðrum. Berglind lék samtals á 17 yfir pari, 233 höggum (80 77 76) og var á fjórða besta skori í liði sínu. Árangur Berglindar taldi því í glæsiárangri liðsins í liðakeppninni, en UNCG varð í 3. sæti!!!

Til þess að sjá úrslitin á SoCon Women´s Golf Championship SMELLIÐ HÉR: