LPGA: Ariya leiðir í Hawaii
Thaílenski táningurinn Ariya Jutanugarn var á 8 undir pari, 64 höggum á frekar vindasömum Ko Olina vellinum, í Hawaii þar sem Lotte mótið á LPGA hófst í nótt. Hún er í 1. sæti og á 1 högg á „norsku frænku okkar” Suzann Pettersen og Hee Kyung Seo eftir 1. hring LPGA Lotte Championship. Ariya lék fyrri 9 á 6 undir pari, 30 höggum, missti högg á par-4 10. holu með eina skolla hennar á hringnum, fékk örn á par-5 14. holuna og fugl á par-4, 15. holuna. Eftirminnilegt er þegar Ariyu gafst færi á að vinna fyrsta mót sitt á heimavelli s.l. febrúar á LPGA Thailand, en stóðst ekki álagið Lesa meira
Bjarki Pétursson fór holu í höggi!
Afrekskylfingurinn Bjarki Pétursson, GB, fór holu í höggi á 15. braut Islantilla á Spáni, fyrir 4 dögum síðan þ.e. þ. 13. apríl s.l. af hvítum teigum. Á facebook síðu sinni segir Bjarki um draumahöggið: „var um það bil hálfan metra hægra megin við flagg í stefnu, en lenti 3 metra yfir holu og spann til baka 🙂 […] þetta (er alltaf) jafn skemmtileg tilfinning að fara holu í höggi :)“ Þetta er ekki í 1. skiptið sem Bjarki nær draumahöggi allra kylfinga, en hann fór holu í höggi 11. júlí á síðasta ári, 2012, á 2. degi Meistaramóts Golfklúbbs Borgarness. Draumahöggið þá sló hann á 14. braut Hamarsvallar, sem er Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner í 2. sæti eftir 2. dag á SSAC Championship
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012, og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans taka sem stendur þátt í svæðamótinu, Southern States Athletic Conference (skammst. SSAC) Championships, sem fram fer í Lagoon Park, Montgomery, Alabama, dagana 15.-17. apríl. Þátttakendur eru 54 frá 11 háskólum. Eftir annan dag keppninnar er Hrafn í 9. sæti í einstaklingskeppninni en hann dalaði svolítið í gær eftir 3 undir pari, 69 högga upphafshringinn sem skilaði honum í 2. sætið eftir 1. dag. Hrafn er samtals búinn að leika á sléttu pari, 144 höggum (69 75) og er T-9 þ.e. deilir 9. sætinu með liðsfélaga sínum Hunter Fikes. Þeir félagar eru á 3.-4. besta skori í liðinu og telur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í sigurliði ETSU á Wofford Inv.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og the golflið East Tennessee State University, ETSU Bucs luku í gær keppni á Wofford Coca-Cola Invitational í Spartansburg, Suður-Karólínu. Mótið var tveggja daga frá 15.-16. apríl og þátttakendur eru 88 frá 16 háskólum. Golflið ETSU hefir unnið síðustu Coca-Cola Invitational mót á s.l. 2 árum og í þetta sinn varð enginn breyting á. ETSU stóð uppi sem sigurvegari á Wofford Coca-Cola Invitational 3. árið í röð!!!! Guðmundur Ágúst samtals á 10 yfir pari, 226 höggum (74 73 79 ) og varð T-62 í einstaklingskeppninni, þ.e. jafn öðrum í 62. sæti. Hann var á lakasta skori af 5 liðsmönnum ETSU Bucs og taldi skor hans ekki í Lesa meira
GS: Hólmsvöllur opnar í dag
Hólmsvöllur í Leiru opnar aftur í dag eftir kuldakast undanfarinna daga. Kylfingum er bent á að skrá sig á rástíma á GOLF.IS En hægt er að sjá veðrið við Leiruna undanfarna daga með því að fara á forsíðu Golf1.is eða með því að SMELLA HÉR:
EPD: Þórður Rafn í gegnum niðurskurð
Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í sterku móti, Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó, en mótið er hluti af EPD-mótaröðinni þýsku. Meðal keppenda er þátttakendur sem hafa spilað á Evróputúrnum t.d. Þjóðverjinn Bernd Ritthammer og Frakkinn Francois Delamontagne. Mótið stendur dagana 15. -17. apríl og verður lokahringurinn spilaður í dag. Leikið er á rauða golfvelli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, í Marokkó. Þórður Rafn komst í gær í gegnum niðurskurð en hann var á samtals 5 yfir pari, 151 höggi (76 75). Til þess að fylgjast með gengi Þórðar Rafns á lokahringnum SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ragna Ólafsdóttir – 17. apríl 2013
Það er Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 sem er afmæliskylfingur dagsins. Ragna er fædd 17. apríl 1989 og er því 24 ára í dag! Ragna spilaði m.a. með golfliði St. Leo í Flórída, í bandaríska háskólagolfinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Susie Redman, frá Salem OH, var á LPGA (varð m.a. í 2. sæti á Nabisco Dinah Shore risamótinu 1995), f. 17. apríl 1966 (47 ára); Tandi Cunningham (suður-afrísk á LET varð T-2 á Lalla Meryem í Marokkó 25. mars 2012); John Gallacher 17. apríl 1981 (32 ára) … og … Helgi Ómar Pálsson, GA F. 17. apríl 1962 (51 árs) Eyjólfur Kristjánsson F. 17. apríl 1961 Lesa meira
Evróputúrinn: Sergio Garcia hefur titilvörn á morgun í El Saler
Á morgun hefst í Parador de El Saler, Open de España mótið, sem er hluti Evrópumótaraðarinnar. Það er Spánverjinn Sergio Garcia, sem á titil að verja. Hann virðist í góðu formi þessu dagana og mætir eflaust keikur til leiks eftir ágætis frammistöðu á the Masters risamótinu, þar sem hann sýndi nokkra glæsitakta á köflum. Garcia varð T-8, þ.e. deildi 8. sætinu í the Masters ásamt Matt Kuchar og Lee Westwood. Gonzalo Fernandez-Castaño, José Maria Olazábal, Rafa Cabrera-Bello og fleiri „heimamenn“ gera sér vonir um að verða aðeins 5. sigurvegarinn frá Spáni frá upphafi, en aðeins 4 Spánverjum hefir tekist að sigra í mótinu: Antonio Garrido, sem vann fyrsta mótið 1972; Seve Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Ko í 22. sæti!
Nýsjálenska golfstirnið Lydia Ko er bara 15 ára og er enn áhugamaður. Engu að síður er hún í 22. sæti á Rolex-heimslista bestu kvenatvinnukylfinga í heiminum. Það kemur til út af því að Lydía hefir tekið þátt í atvinnumótum og staðið sig frábærlega m.a. sigraði hún 10. febrúar s.l. á ISPS Handa New Zealand Women’s Open, sem er mót á Evrópumótaröð kvenna, LET og hefir verið ofarlega á skortöflum ýmissa annarra stórmóta. Til þess að setja árangur Ko í eitthvert samhengi þá ber fyrst að nefna að hún er sem stendur hærra rönkuð á Rolex-heimslistanum en átrúnaðargoð hennar sjálfrar Lexi Thompson (sem er í 23. sæti). Eins er Ko hærri á Lesa meira
Leikarinn Adam Scott þreyttur á Adam Scott bröndurum – Myndskeið
Ástralski kylfingurinn Adam Scott sigraði á The Masters mótinu, fyrstur Ástrala s.l. sunnudag. En það eru til fleiri Adamar Scott en kylfingurinn frægi, m.a. bandaríski leikarinn Adam Scott. Hann er þekktastur fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Parks & Recreation. Og sá er langt frá því ánægður með þróun mála og að nafni hans skuli hafa sigrað á risamótinu. Leikarinn fær nefnilega að heyra allskyns Adam Scott brandara, sem eru golftengdir og ganga út á leik hans. Hann kom fram í þætti grínistans Conan O´Brian og kvartaði undan bröndurunum og bað bandarísku þjóðina að hætta þessu. Auðvitað notað Conan tækifærið til þess að grínast. En best er að skoða myndskeiðið sjálf…. Lesa meira






