Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2013 | 09:00

Guan spilar í Zurich Classic

Kínverski 14 ára strákurinn Guan Tianlang, sem var sá yngsti til að spila í Masters risamótnu og sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð hefir þegið boð styrktaraðila um að spila í Zurich Classic í New Orleans í næstu viku, sögðu skipuleggjendur mótsins.

Guan komst á Masters eftir að hann sigraði í Asia Pacific Amateur Championship. Hann vann sér inn silfurbikarinn fyrir að vera sá áhugamaður með besta skorið á Masters en hann lék á 12 yfir pari, 300 höggum (73 75 77 75).

Kínverski undratáningurinn var með engin þrípútt í mótinu og ekkert verra skor en skolla á skorkortinu sínu. Eini hnökrinn var 1 höggs víti sem hann fékk fyrir of hægan leik á 2. hring sínum.

Hann dvaldist í 1 mánuð í New Orleans á síðasta ári og æfði á Lakewood golfvellinum, sem er ekki langt frá TPC Louisiana, þar sem Zurich Classic fer fram 25.-28. apríl n.k.