Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2013 | 19:50

GL: Golklúbburinn Leynir semur við GrasTec ehf um vallarstjórn á Garðavelli á Akranesi

Gerður hefur verið samningur við GrasTec ehf um vallarstjórn á Garðavelli á Akranesi undir stjórn Brynjars Sæmundssonar, framkvæmdastjóra GrasTec.

GrasTec tekur við vallarstjórn af Róberti Halldórssyni sem var ráðinn vallarstjóri hjá Golfklúbbi Grindavíkur í vetur. Samningur milli GrasTec og GL var undirritaður um helgina.

Aðkoma GrasTec felur í sér yfirumsjón með umhirðu og gæðum Garðavallar auk þess að veita ráðgjöf hvað varðar uppbyggingu og framkvæmdir á vellinum. GrasTec mun stýra þeim mannskap sem vinnur á vellinum og sér til þess að unnið sé eftir áætlunum sem settar verða upp og þeim gæðakröfum sem eru gerðar.

Brynjar á og rekur fyrirtækið GrasTec ehf sem stofnað var árið 2006 og sérhæfir sig í  vörusölu, ráðgjöf og verktöku fyrir golfvelli og knattspyrnuvelli.  Brynjar er menntaður golfvallarfræðingur og þekkir vel til Garðavallar en þar starfaði hann sem vallarstjóri og síðar framkvæmdastjóri árin 1997 til 2007 segir í fréttatilkynningu frá GL.

Heimild: Fréttatilkynning GL