Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2013 | 07:45

GO: Auður Ólafsdóttir krýnd púttdrottning á kántríkvöldi GO kvenna – Cowgirls með besta þemað

Það var ekki fjölmennur hópur kvenna sem mætti s.l. föstudagskvöld á kántríkvennakvöld GO þ.e. 12. apríl 2013 s.l. en skemmtunin var engu að síður stórgóð og mikil stemming var í húsinu.

Það var þema í húsinu og allar konurnar lögðu sig að sjálfsögðu fram við uppfylla þemað sem var kántrí „working 9 to 5“, valið var besta þemaborðið og þar sigruðu „naumlega“ með yfirburðum borðið Cowgirls sem mættu á sérhönnuðum golfkylfuhestum og með skreytingar og hvaðeina og fyrir utan að í þeim heyrðist ágætlega þannig að ekki var hjá því komist að veita þeim verðlaun sem þær stóðu samt vel undir.

Krýnd var púttdrottning kvöldsins og það var Auður Ólafsdóttir. Golf 1 óskar henni til hamingju með titilinn!!!

Myndir frá kántríkvöldi GO-kvenna má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: oddur.is

Auður Ólafsdóttir púttdrottning GO 2013 krýnd. Mynd: Helga Björnsdóttir

Auður Ólafsdóttir (f.m) púttdrottning GO 2013 krýnd. Mynd: Helga Björnsdóttir

Í öllu kántríinu gleymdist púttstrokan ekki

Í öllu kántríinu gleymdist púttstrokan ekki. Mynd: Helga Björnsdóttir

Fjör hjá framsókn

Fjör hjá Framsókn,  úps…. nei  GO-konum á kántríkvöldi. Mynd: Helga Björnsdóttir