Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2013 | 21:00

Shaq og Bubba í golfi

Körfuboltasnillingurinn Shaquille O´Neal er enginn smásmíð s.s. sést á meðfylgjandi mynd, þar sem hann heldur á Bubba Watson í fanginu eins og tuskudúkku.  Shaquille eða Shaq eins og hann er alltaf kallaður er hvorki meira né minna en 2,16 m á hæð og vegur 147 kíló.

Bubba er ekkert lágvaxnasti kylfingurinn á PGA Tour; er 1,91 m á hæð og vegur 82 kíló.

Það sem er þó kannski fyndnast við myndina er „outfit-ið“ sem Shaq er í. Nokkuð óvanalegt að sjá þennan snilling í bleikum golfhnébuxum og grænköflóttri peysu, og sokkum og húfu í stíl svo ekki sé minnst á sexí bleika dúskinn!!!  Það mættu fleiri taka Shaq sér til fyrirmyndar úti á velli hvað litadýrð snertir!!!

Það var Shaq sjálfur sem tvítaði myndina af sér og Bubba. Hér er tvítið frá Shaq:

shaq tweet

Í lauslegri þýðingu segir Shaq: „Hér er ég að „chilla“ (slappa af) ásamt aðalvininum mínum Bubba Watson og ég er ekki daunillur/þ.e. slæmur í golfi eins og Charles „slappsveifla“ Barkley.“ (Charles Barklay var aðalkeppinauturinn í körfunni í denn og er mikill áhugakylfingur líka – þekktur fyrir mjög svo óhefðbundna sveiflu sína sem sjá má með því að SMELLA HÉR: ).  Hér má líka sjá skemmtilegt myndskeið þar sem golfsveiflur Charles Barkley og Michelle Wie eru bornar saman SMELLIÐ HÉR: 

Það verður gaman að sjá hvernig Charles „bumswing“ svarar fyrir sig.

Hér er síðan mynd af herlegheitunum (Shaquille O´Neal og Bubba Watson) í fullri stærð:

Shaq og Bubba að chilla

Shaq og Bubba að chilla