Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2013 | 07:00

„… fáðu fugl á síðustu holuna“

Adam Scott var 32 ára þegar hann vann fyrsta risamót sitt í golfinu á Augusta National … en þegar betur er að gáð var hann bara að fylgja sama uppáhaldsfrasa og hann hefir haft a.m.k. síðan í menntaskóla.

Eftir að Scott sökkti fuglapúttinu gegn Ángel Cabrera og íklæddist græna jakkanum eftirsótta, tvítaði fyrrum sveifluþjálfi hans, Claude Harmon III mynd af Adam Scott frá árbók Kooralbyn International School nálægt Brisbane, í Ástralíu. Scott sem fékk fugl á 18. holu og síðan á lokaholu bráðabanans (10. holu) gegn Cabrera hélt sig bara við uppáhaldsfrasa sinn í golfinu, sem hann hafði þegar í menntaskóla.  Í árbók Adam Scott  úr menntaskóla (ens.: yearbook) stendur:

Markmið: „Að verða besti atvinnukylfingur heims.“

Lokasögn: „Ég er Adam Scott.“

Uppáhaldsfrasi:: „Ef allt annað bregðst fáðu fugl á síðustu holuna!“