Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2013 | 20:00

Rolex-heimslistinn: Inbee í 1. sæti!!!

Inbee Park frá Suður-Kóreu er komin í 1. sæti á Rolex-heimslista kvenna, eftir glæsiárangur í 1. risamóti kvenna; Kraft Nabisco Championship.

Hún veltir þar með Stacy Lewis úr 1. sætinu, sem hafði þar skamma viðkomu. Umskiptin á toppnum eru einu markverðu breytingarnar þessa vikuna; það er ekki fyrr en í 10. sæti sem aftur sjást breytingar en á topp 10 (í 10. sætið) er komin ástralska golfdrottningin Karrie Webb; veltir úr sessi bleika pardusnum, Paulu Creamer sem fallin er niður í 11. sætið.

Annars er staða annarra kvenkylfinga á Rolex-heimslistanum þessi: Yani Tseng (3. sæti); NY Choi (4. sæti); So Yeon Ryu (5. sæti); Suzann Pettersen (6. sæti); Jiyai Shin (7. sæti); Shanshan Feng (8. sæti) og Ai Miyazato (9. sæti). Eftir sem áður eru aðeins 3 kylfingar sem ekki eru frá Asíu  á topp 10 hjá konunum: Stacy Lewis, Suzann Pettersen og nú Karrie Webb.

Til þess að sjá Rolex-heimslistann í heild SMELLIÐ HÉR: