Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 01:15

PGA: Brian Davis leiðir á RBC – Hápunktar og högg 1. dags

Það er enski kylfingurinn Brian Davis, sem tekið hefir forystuna á RBC Heritage mótinu sem hófst á Hilton Head í  Suður-Karólínu í kvöld.

Davis lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Kevin Streelman og Charley Hoffman aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum.

Jafnir í 4. sæti eru síðan Ástralarnir snjöllu Marc Leishman og Jason Day ásamt Bandaríkjamanninum Johnson Wagner á 4 undir pari, 67 höggum.

Til þess að sjá stöðuna í heild  á RBC Heritage mótinu eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á RBC Heritage, sem nýliðinn Justin Bolli átti SMELLIÐ HÉR: