Hrafn Guðlaugsson. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn lauk leik á SSAC Championship í 5. sæti

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012, og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans luku í gær leik á Southern States Athletic Conference (skammst. SSAC) Championships, sem fram fór í Lagoon Park, Montgomery, Alabama, dagana 15.-17. apríl.  Þátttakendur voru 54 frá 11 háskólum.

Hrafn lauk leik í 5. sæti í einstaklingskeppninni, en hann var á samtals 1 undir pari, 215 höggum (69 75 71). 8 höggum munaði á Hrafni og þeim sem efstur varð í mótinu í einstaklingskeppninni, Florian Loutre, frá Lee University.

Í liðakeppninni urðu „The Eagles“ golflið Faulkner háskóla í 2. sæti og taldi skor Hrafns, sem var á 3. besta skori í liði sínu.

Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni á SSAC Championships SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin í liðakeppninni á SSAC Championships SMELLIÐ HÉR: