Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og USF luku leik í 5. sæti á WCC Championship

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco luku í gær leik á West Coast Conference Championship, en mótið fór fram í the Gold Coast GC í Bremerton í Washington. Þátttakendur voru 30 frá 6 háskólum.

Eygló Myrra lék samtals 38 yfir pari (83 83 88) og var á lakasta skorinu í liði sínu.  Hún varð í 26. sæti í einstaklingskeppninni.

Sigurvegarinn í einstaklingskeppninni varð Grace Na.

Golflið University of San Francisco varð í 5. sæti í mótinu.

Sjá má úrslitin á WCC Championship með því að SMELLA HÉR: