Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 20:45

Anna Sólveig, Sara Margrét, Hafdís Alda, Gunnhildur og Særós Eva taka þátt í Irish Girls Open

Fimm stúlkur taka þátt í Irish Girls Open í Roganstown Golf & Country Club rétt hjá Dublin á Írlandi. Mótið fer fram 20.-21. apríl 2013.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Helga Björnsdóttir

Anna Sólveig Snorradóttir, GK. Mynd: Helga Björnsdóttir

Stúlkurnar sem þátt taka eru: Anna Sólveig Snorradóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og Hafdís AldaJóhannsdóttir, allar úr Golfklúbbnum Keili og Gunnhildur Kristjánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir úr GKG.

Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Mótið er tveggja daga. Á þeim fyrri eru leiknar 36 holur og komast 50 efstu stúlkurnar í gegnum niðurskurð.

Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Gunnhildur Krisjtánsdóttir og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1

Sjá má þátttakendalistann í mótinu með því að SMELLA HÉR: