Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 20:00

EPD: Þórður Rafn hlaut €240 í verðlaunafé í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í sterku móti, Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó, en mótið er hluti af EPD-mótaröðinni þýsku.

Mótið stóð dagana 15. -17. apríl og lauk í gær. Leikið var á rauða golfvelli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, í Marokkó.

Þórður Rafn komst í gegnum niðurskurð en hann lauk keppni í 45. sæti.

Þórður var á samtals 13 yfir pari, 151 höggi (76 75 81) og fékk €  240  í verðlaunafé (sem eru tæp 40.000 íslenskar krónur).

Til þess að sjá úrslitin á Open Dar Es Salam mótinu í Marokkó SMELLIÐ HÉR: