Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2013 | 01:00

PGA: Tiger kylfingur marsmánaðar

Tiger hefir verið útnefndur kylfingur mars mánaðar á PGA Tour.

Það sem varð  einkum til þess að hann hlaut þessa heiðursnafnbót eru tveir sigrar hans s.l. mars á PGA Tour:  sá fyrri á  Cadillac Championship og sá síðari á Arnold Palmer Invitational.

Hann hlaut 61% atkvæða í netkosningu þar sem menn gátu kosið á milli hans og  D.A. Points, Kevin Streelman og Michael Thompson.

Til þess að sjá myndskeið af því hvað leitt hafi til vals  Tigers sem kylfings marsmánaðar SMELLIÐ HÉR: