Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 18. 2013 | 21:00

Evróputúrinn: 3 leiða í El Saler

Það eru 3 sem eru efstir og jafnir á Open de España í Parador de El Saler, rétt hjá Valencia á Spáni.

Þessir þrír eru Felipe Aguilar frá Chile, Gary Stal frá Frakklandi og Morten Örum Madsen. Þeir eru allir á 4 undir pari, 68 höggum.

Hópur 8 kylfinga deilir síðan 4. sætinu aðeins höggi á eftir og í þeim hóp er m.a. Gonzalo Fdez-Castaño.

Enn annar hópur er aðeins 2 höggum á eftir forystunni á 70 höggum en í honum er m.a. bandaríski kylfingurinn Peter Uihlein.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Open de España SMELLIÐ HÉR: