Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Theodór lauk leik á besta skori Arkansas-Monticello á GAC Championships

Theodór Karlsson, klúbbmeistari GKJ 2012, og Ari Magnússon GKG og golflið Arkansas Monticello tóku dagana 14.-16. apríl s.l. þátt í GAC Championship (Great American Conference Championship). Mótið fór fram í Hot Springs, Arkansas. Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum. Theodór lauk keppni í 13. sæti í einstaklingskeppninni og á besta skori skóla síns á samtals 224 höggum (71 77 76).  Ari  deildi 42. sætinu (spilaði á 239 höggum 80 79 80)  og var á 4. besta skori liðsins og taldi það því í 8. sætis árangri Arkansas at Monticello í liðakeppninni. Til þess að sjá úrslitin í GAC Championships SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Íris Katla taka þátt í Conference Carolinas Championship

Klúbbmeistari GA 2012, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og „The Falcons“ golflið Pfeiffer og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens taka um þessar mundir þátt í Conference Carolinas Championship.  Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum. Mótið fer fram 20.-22. apríl og verður lokahringurinn spilaður í kvöld. Íris Katla og „The Royals“ eru í 3. sæti í liðakeppninni og er Íris Katla á 4.-5. besta skorinu samtals 173 höggum eftir 2 daga (91 82).  Hún deilir 29. sætinu í einstaklingskeppninni. Þess mætti geta að Íris Katla var á dögunum valin í All Conference Third Team, þ.e. 3. besta lið af öllum skólum á Carolina svæðinu, sem er frábær árangur! Stefanía Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 7. sæti á ACC Championship

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest luku í gær leik á ACC Championship, en mótið fór fram á golfvelli Sedgfield Country Club í Greensboro, Norður-Karólínu, dagana 19.-21. apríl 2013. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Ólafía Þórunn lék á samtals 21 yfir pari, 234 höggum (77 78 79) og hafnaði í 25. sæti, sem hún deildi með 2 öðrum keppendum. Golflið Wake Forest hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni. Ólafía Þórunn var á 3. besta skori liðs síns og taldi skor hennar því í árangri liðsins. Til að sjá úrslitin á ACC Championship SMELLIÐ HÉR: 

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni í 10. sæti á SEC Championship

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í gær leik á SEC Championship, en leikið var á Seaside golfvellinum í Sea Island golfklúbbnum á St. Simmons Island í Georgíu, dagana 19.-21. apríl 2013 Þátttakendur voru 70 frá 14 háskólum. Axel lék á samtals 4 yfir pari (70 74 70) og varð í 10. sæti í einstaklingskeppninni. Axel var á 2. besta skori í liði sínu og taldi það því í árangri liðsins í liðakeppninni, en þar hafnaði golflið Mississippi State í 5. sæti. Til þess að sjá úrslitin á SEC Championship  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 07:30

PGA: GMac sigraði á RBC Heritage

Það var Norður-Írinn, Graeme McDowell sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Heritage mótinu í Suður-Karólínu í gær.  GMac eins og Graeme er oft nefndur lék samtals á 9 undir pari,  275 höggum (71 67 68 69) líkt og nr. 18 á heimslistanum, Webb Simpson (68 71 65 71) og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Í honum sigraði GMac þegar á fyrstu holu þegar hann fékk par! Í 3. sæti urðu Luke Donald og Kevin Streelman, en þeir spiluð á  samtals 7 undir pari, 277 höggum; Donald (69 68 71 69) og Streelman (66 70 69 72). Næstir komu 4 Bandaríkjamenn: Jerry Kelly varð í 5. sæti; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 20:00

Viðtalið: Bjarni Ákason, GK

Í kvöld er það framkvæmdastjóri Epli á Íslandi sem er í viðtali hjá Golf1.is. Hann er nýkominn frá Las Colinas á Costa Blanca á Spáni, þar sem hann tók þátt í hinu árlega Costa Blanca Open og hafnaði ásamt meðspilara sínum Valdimar Grímssyni í 2. sæti! Árið 2011 sigrðuðu þeir félagar á sama móti sem þá bar nafnið Icelandic Open!!! Sjá má myndir frá Icelandic Open 2011 á Costa Blanca með því að SMELLA HÉR:  Fullt nafn: Bjarni Ákason Klúbbur:  Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði. Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavík 30. desember 1961 (Bjarni á sama afmælisdag og Tiger!) Hvar ertu alinn upp?   Í Háaleitishverfinu í Reykjavík. Hvenær byrjaðir þú í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 19:45

Evróputúrinn: Raphaël Jacquelin sigraði á Open de España

Það var Frakkinn Raphaël Jacquelin sem sigraði á Open de España í dag! Jacquelin lék á samtals 5 undir pari, 283 höggum, alveg eins og þeir Felipe Aguilar frá Chile og Maximilian Kiefer frá Þýskalandi og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja. Felipe Aguilar datt út á 3. holu bráðabanans en þýska stálið Max Kiefer var ekki á því að gefa sig.  Það var ekki fyrr en að 18. holan á Parador de El Saler hafði verið spiluð 9. sinnum að Jacquelin fékk fugl en Kiefer par og varð að játa sig sigraðan. Fjórir kylfingar deildu 4. sætinu á 4 undir pari, 284 höggum, þ.e. þeir Magnus A Carlsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafliði Már Brynjarsson – 21. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Hafliði Már Brynjarsson, GS. Hann er fæddur 21. apríl og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Hafliði Már er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Hann byrjaði í golfi 12 ára vegna þess að Helga frænka hans vantaði meðspilara en var síðan kominn á fullt í golfið ári síðar. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Jonzon, 21. apríl 1972 (41 árs afmæli!!!);  Virada Nirapathpongporn, 21. apríl 1982 (31 árs);  Beatriz Recari, 21. apríl 1987 (26 ára) ….. og …… Lúðvík Geirsson   Bogi Ísak Bogason, GR (18 ára) Gassi Olafsson (36 ára) Holmar Freyr Christiansson (30 ára stórafmæli!!!) Róbert Þór Guðmundsson (33 ára) lögreglumaður.   Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 12:00

RBC Heritage í beinni

Í dag fer fram á Harbour Town Golf Links á Hilton Head í Suður-Karólínu, lokahringur RBC Heritage mótsins, sem er hluti af bandarísku PGA mótaröðinni. Í efsta sæti eftir 3. dag er bandaríski kylfingurinn Charley Hoffman. Margir sterkir kylfingar taka þátt í mótinu m.a. Brandt Snedeker, Webb Simpson, sem er í 2. sæti Luke Donald og Graeme McDowell. Sýningar frá RBC hefjast kl.12:00 Sjá má útsendingu í beinni frá RBC Heritage með því að  SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 11:00

Golfreglur: Bolti hreyfður úr kyrrstöðu

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Kylfingur tekur æfingasveiflu út á velli og af slysni hreyfir hann boltann sinn með kylfunni. Hvernig dæmist? A. Kylfingurinn hefir tekið högg sem telur og verður að leika boltanum þar sem hann liggur. B. Kylfingurinn hlýtur ekki víti en verður að leggja boltann aftur. C. Kylfingurinn fær eitt högg í víti og verður að Lesa meira