Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 20:00

Viðtalið: Bjarni Ákason, GK

Í kvöld er það framkvæmdastjóri Epli á Íslandi sem er í viðtali hjá Golf1.is. Hann er nýkominn frá Las Colinas á Costa Blanca á Spáni, þar sem hann tók þátt í hinu árlega Costa Blanca Open og hafnaði ásamt meðspilara sínum Valdimar Grímssyni í 2. sæti! Árið 2011 sigrðuðu þeir félagar á sama móti sem þá bar nafnið Icelandic Open!!! Sjá má myndir frá Icelandic Open 2011 á Costa Blanca með því að SMELLA HÉR: 

Bjarni Ákason, GK. Mynd: Golf 1

Bjarni Ákason, GK. Mynd: Golf 1

Fullt nafn: Bjarni Ákason

Klúbbur:  Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði.

Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavík 30. desember 1961 (Bjarni á sama afmælisdag og Tiger!)

Hvar ertu alinn upp?   Í Háaleitishverfinu í Reykjavík.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?   Þetta er 4. árið mitt.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Það voru svo margir í kringum mann farnir að spila – ég skipti yfir – fór úr veiði, sem var aðaláhugamálið í golf.

Hvaða starfi gegnir þú?  Ég er framkvæmdastjóri Epli á Íslandi.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Bara jafnt – Þeir fara verr með mann þessir skógarvellir….. nei  annars þeir eru skemmtilegri út af þessari áskorun.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?  Holukeppni ennþá – fyrir okkur nýliðanna er það einfaldara.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?   Keilisvöllurinn – Hvaleyrin hjá Goflklúbbnum Keili.

Frá Keilisvellinum í Hafnarfirði - uppáhaldsgolfvelli Bjárna Ákasonar á Íslandi.  Myndin er tekin í Epli.is Opnu móti 20. ágúst 2011. Mynd: Golf1.is

Frá Keilisvellinum í Hafnarfirði – uppáhaldsgolfvelli Bjarna Ákasonar á Íslandi. Myndin er tekin í Epli.is Opnu móti 20. ágúst 2011. Mynd: Golf1.is

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?   Las Colinas, á Costa Blanca,  Spáni. Sjá má myndaseríu Golf 1 frá uppáhaldsgolfvelli Bjarna Ákasonar erlendis með því að SMELLA HÉR: 

Mynd af klúbbhúsinu á Las Colina - uppáhaldsgolfvelli Bjarna Ákasonar erlendis. Mynd: Golf 1

Mynd af klúbbhúsinu á Las Colinas – uppáhaldsgolfvelli Bjarna Ákasonar erlendis. Mynd: Golf 1

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?   Það er Katlavöllur á Húsavík – 4. brautin  þar var mjög sérstök, en hún er par-5 upp í móti í dogleg og endar á upphækkaðri flöt.

Kinnafjöll séð frá Katlavelli á Húsavík. Mynd: Golf 1

Kinnafjöll séð frá Katlavelli á Húsavík. Mynd: Golf 1

Hvað ertu með í forgjöf?   29

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því?   Það voru 96 högg á Keilisvellinum.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?   Að verða í  3. sæti í Meistaramótinu hjá Keili í mínum forgjafarflokki.

Hefir þú farið holu í höggi?    Nei.

Hvaða nesti ertu yfirleitt með í pokanum?   Vatn og samlokur.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?   Já, já, Íslandsmótinu í júdó,  handbolta og skák.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?    Uppáhaldsmaturinn minn er nautasteik; uppáhaldsdrykkurinn er gin; uppáhaldstónlist: allt nema þungarokk; uppáhaldskvikmyndin: Braveheart; uppáhaldsbók: Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?   Kk.: Björgvin Sigurbergsson.  Kvk.: Ragga Sig.

Hvert er draumahollið?   Ég og …  John Daly, Siggi Hlö og Valdimar Grímsson.

Sigurvegararnir í Icelandic Open 2010. Valdímar Grímsson (lengst til vinstri) og Bjarni Ákason (lengst til hægri). Mynd: CostaBrava.is

Sigurvegararnir í Icelandic Open 2011. Valdímar Grímsson (lengst til vinstri), sem er einn fjögurra í draumaholli Bjarna og Bjarni Ákason (lengst til hægri). Með þeim á myndinni eru Bjarni Sigurðsson að aftan f.m og Grímur Valdimarsson fyrir framan f..m. Mynd: costablanca.is

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?   Uppáhaldskylfan? Þær eru allar óvinir mínir :-)…. en af þeim ætli 7-tréð sé ekki mesti vinur minn. Annars er allt í pokanum PING. Dræver: 12° bleikur Ping, Pútter: Belly-pútter, Ping Járn PW-4, og 1 Ping hálfviti.

Hefir þú verið hjá golfkennara. Ef svo er hverjum?   Ég hef verið hjá einum aðila, Bjögga (Björgvin Sigurbergssyni í GK).

Ertu hjátrúarfullur?   Já, stundum er ég það – Ég vil alls ekki vera fyrstur á teig og er stundum í sömu golfskónum, ef vel hefur gengið í þeim.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Í golfinu:  Ég ætla mér að vinna minn forjgjafarflokk á Meistaramóti Keilis. Í lífinu: er það að lifa sem lengst og vera sem hamingjusamastur og hafa gaman að þessu.

Spilafélagarnir Valdimar Grímsson og Bjarni Ákason, sigurvegarar Icelandic Open 2011. Mynd: costablanca.is

Spilafélagarnir Valdimar Grímsson (t.v.) og Bjarni Ákason (t.h.), sigurvegarar Icelandic Open 2011. Mynd: costablanca.is

Hvað finnst þér best við golfið?   Það er þessi útivera og svona félagsskapur svo finnst mér gaman að vera í mótum – Þá kemur fram nýr Bjarni Ákason.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?   Svona 50%

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Já, þeir eiga að horfa á kúluna áður en þeir slá hana.