Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 19:45

Evróputúrinn: Raphaël Jacquelin sigraði á Open de España

Það var Frakkinn Raphaël Jacquelin sem sigraði á Open de España í dag!

Jacquelin lék á samtals 5 undir pari, 283 höggum, alveg eins og þeir Felipe Aguilar frá Chile og Maximilian Kiefer frá Þýskalandi og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja.

Felipe Aguilar datt út á 3. holu bráðabanans en þýska stálið Max Kiefer var ekki á því að gefa sig.  Það var ekki fyrr en að 18. holan á Parador de El Saler hafði verið spiluð 9. sinnum að Jacquelin fékk fugl en Kiefer par og varð að játa sig sigraðan.

Fjórir kylfingar deildu 4. sætinu á 4 undir pari, 284 höggum, þ.e. þeir Magnus A Carlsson frá Svíþjóð, Englendingarnir David Horsey og Paul Waring og Scotinn Marc Warren.

Bandaríski Titleist-erfinginn Peter Uihlein var einn af 4 kylfingum sem deildi 8. sætinu á samtals 3 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Open de España SMELLIÐ HÉR: