Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 21. 2013 | 11:00

Golfreglur: Bolti hreyfður úr kyrrstöðu

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.

Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.

Raunhæft dæmi:

Kylfingur tekur æfingasveiflu út á velli og af slysni hreyfir hann boltann sinn með kylfunni. Hvernig dæmist?

A. Kylfingurinn hefir tekið högg sem telur og verður að leika boltanum þar sem hann liggur.

B. Kylfingurinn hlýtur ekki víti en verður að leggja boltann aftur.

C. Kylfingurinn fær eitt högg í víti og verður að leggja boltann aftur.

D. Kylfingurinn hlýtur almennt víti þ.e. tvö högg fyrir að snerta boltann og verður að leika honum þar sem hann liggur.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|

Rétt svar: C. Ásetningur kylfingsins til þess að hreyfa boltann var enginn. Hann fær hins vegar eitt vítahögg skv. reglu 18-2a fyrir að hreyfa við bolta sínum og hann verður að leggja boltann aftur. Sbr. og úrskurð R&A 18-2a/20.

Hér má sjá ágætis myndskeið um reglu 18-2a

 SMELLIÐ HÉR: 

Fyrir þá sem áhuga hafa á golfreglum þá er gott að rifja upp reglu 18-2a (því á hana reynir oft). Þar segir:

Að undanskyldu því sem reglurnar leyfa, þegar bolti leikmanns er í leik og
(i) leikmaðurinn, samherji hans eða kylfuberi annars hvors þeirra
* lyfta honum eða hreyfa hann.
* snerta hann viljandi (nema með kylfu við miðun boltans) eða
* valda því að hann hreyfist eða
(ii] útbúnaður leikmannsins eða samherja hans valda því að hann hreyfist
hlýtur leikmaðurinn eitt vítahögg.
Hreyfist boltinn verður að leggja hann aftur, nema ef hann hreyfist eftir að leikmaðurinn hefur byrjað höggið eða aftursveiflu kylfunnar fyrir það og hann greiðir höggið.
Samkvæmt reglunum er það vítalaust þótt leikamður valdi því óviljandi að boltinn hreyfist við eftirfarandi:
* Við að leita að bolta sem þakinn er sandi við að leggja aftur lausung, sem færst hefur úr stað í torfæru þegar leitað er að bolta eða hann þekktur við að þreifa eftir bolta í vatni í vatnstorfæru eða við að leita að bolta í hindrun eða óeðlilegu ástandi vallar – regla 12-1
* Við mælingu – regla 18-6
* Við að lyfta bolta samkvæmt reglu – regla 20-1
* Við að leggaj bolta eða leggja aftur samkvæmt reglu – regla 20-3a.
* Við að fjarlægja lausung á flötinni – regla 23-1.
* Við að fjarlægja hreyfanlega hindrun – regla 24-1.“

Eins er hér gott að rifja upp skilgreininguna á hugtakinu „högg“ (ens.: Stroke) í golfreglunum:
„Högg“ er hreyfing kylfunnar fram á við til þess að greiða högg að og hreyfa boltann. Stöðvi leikmaður framsveifluna af sjálfdáðum áður en kylfuhausinn nær boltanum telst hann ekki hafa greitt högg.“