Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 13:45

Evróputúrinn: DJ og Zach Johnson keppa ekki í Kóreu

Bandarísku kylfingarnir Dustin Johnson (líka kallaður DJ) og risamótssigurvegarinn Zach Johnson munu ekki verða meðal keppenda á Ballantines Championship sem hefst nú í þessari viku í Icheon í Suður-Kóreu, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Í fréttatilkynningu frá Evrópumótaröðinni sagði að ástæður fyrir hætt hefði verið við þátttöku væru í báðum tilvikum spennan sem ríkir milli Suður- og Norður-Kóreu, en Norður-Kóreumenn hafa látið ófriðlega og verið með hótanir og stríðsyfirlýsingar í garð Suður-Kóreu og þar með Bandaríkjamanna, sem styðja Suður-Kóreu. Meðal annarra kylfinga sem ekki taka þátt í mótinu vegna spennuástandsins er spænski kylfingurinn Alvaro Quiros. Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku (nr. 7 á heimslistanum) er sá kylfingur meðal þátttakenda sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karen Guðnadóttir – 23. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Karen Guðnadóttir, afrekskylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja. Hún er fædd 23. apríl 1992 og er því 21 árs í dag!!! Karen lék m.a. á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar með góðum árangri. Hún varð í 2. sæti í meistaraflokki á Meistaramóti GS 2012  aðeins 2 höggum á eftir nöfnu sinni Sævarsdóttur! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Karenu til hamingju með afmælið hér að neðan   Karen Guðnadóttir F. 23. apríl 1992 (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Don Ray Massengale, 23. apríl 1937 – d. 2. janúar 2007; Ramón Sota Ocejo 23. apríl 1938 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 11:30

Golfreglur: Æfing

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Í 36 holu höggleikskeppni, þar sem leika átti 18 sitthvorn daginn, var einn keppandinn búinn að setja púttið sitt niður á 3. holu en tekur síðan æfingapútt á 3. flöt í mótinu. Hvernig dæmist? A. Keppandinn fær frávísun fyrir æfingu meðan á keppni stendur. B. Keppandinn fær almennt 2 högga víti. C. Keppandin fær Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 09:00

Bömmer! Adam Scott ekki á lausu!!!

Heyrst hafði orðrómur um að Masters sigurvegarinn Adam Scott hefði fengið tilboð til þess að vera næsti „piparsveinninn“ í samnefndum bandarískum þáttum, sem notið hafa nokkurrar vinsælda. En Adam Scott er langt frá því að vera á lausu …… Það kom fram í meðfylgjandi viðtali við hann á CBS SMELLIÐ HÉR:  Þar sagði hann að hann væri alls ekki á lausu, þvert á móti mjög mikið á föstu – og stúlkan héti Marie. Fjölmiðlar virðast sammála um að Adam eigi hér við sænskan arkítekt Marie Kojzar, sem Adam hefir átt í sambandi við af og til og er jafnaldri hans, 32 ára. Hér má sjá mynd af „kærestu“ Adams, Marie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 08:00

Hverjir eru „heitir“ og hverjir „afleitir“ í golfinu þessa vikuna?

Alan Shipnuck, golfpenni SI (Sports Illustrated) og Golf.com hefir tekið saman lista yfir það sem honum þykja vera „heitustu“ kylfingarnir þ.e. hetjur vikunnar og síðan þá sem að hans mati eru „afleitir“ eða hreint og beint algjör núll, þessa vikuna. Álit hans er vel rökstutt, sbr. eftirfarandi: HETJUR 1. G-Mac. Hann var að flytjast inn í draumahúsið sitt, opnaði krá og trúlofaði sig. Hvað er það sem hann hefir vantað? Ummm jú, einmitt SIGUR. En nú er þeirri þriggja ára þrautagöngu lokið og hann kominn á topp-10 heimslistans á ný, eftir sigur á RBC Heritage!!! 2. Bernhard Langer. Það sem af er hefir hann borið af á öldungamótaröðinni og síðasti sigur hans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 23:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Lárusdóttir – 22. apríl 2013

Það er Anna Lárusdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins, en hún er fædd 22. apríl 1958. Anna er gift Þórði og þau eiga 3 dætur: Tinnu, Jónu Dögg og Báru Mjöll.  Komast má á facebook síðu Önnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Anna Lárusdóttir  F. 22. apríl 1958 Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:   Deane R. Beman 22. apríl 1938 (75 ára stórafmæli!!!);  Eric Allen Axley,  22. apríl 1974 (39 ára) …. og ….. Jona Bjarnadottir F. 22. apríl 1951 Valmar Väljaots Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 10:20

Golfreglur: Hámark 14 kylfur!

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Keppandi í höggleikskeppni hóf leik með 13 kylfur. Á fyrri 9 braut hann pútterinn sinn í reiðikasti. Eftir að leik lauk á 9. holu flýtti hann sér í pro-shop-ið þ.e. golfvöruverslun klúbbsins, þar sem mótið fór fram og keypti sér nýjan pútter, sem hann notaði það sem eftir var hringsins. Hvernig dæmist? A. Þetta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 09:28

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont Abbey í 1. sæti á Conference of Carolinas Championship eftir 2. dag

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey taka þátt í Conference of Carolinas Championship. Mótið fer fram í Burlington, Norður-Karólínu dagana 20.-22. apríl 2013 og verður lokahringurinn leikinn í kvöld. Eftir 2. leikna hringi eru Arnór Ingi og golflið Belmont Abbey efst í 1. sætinu!!!! Glæsilegur árangur það og vonandi að áframhald verði á góðu gengi í kvöld!!! Arnór Ingi er í 4. sæti í einstaklingskeppninni; er búinn að leika hringina 2 á samtals 144 höggum (74 70) og er á 2.-3. besta skori í liði sínu og telur skor hans því í glæsiárangri liðsins. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Conference Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 09:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 3. sæti eftir 2. dag á Atlantic Sun Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU leika í dag lokahringinn á Atlantic Sun Championship en mótið fer fram 21.-23. apríl 2013 á Legends golfvellinum í Chateau Elan. Eftir 2 daga keppni er golflið ETSU í 3. sæti!!! Guðmundur Ágúst er búinn að leika á samtals 160 höggum (80 80) og er á 4. besta skori liðs síns, sem telur í glæsiárangrinum í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með lokahring Guðmundar Ágústs og ETSU á Atlantic Sun Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór hefur leik á SCC í dag

Andri Þór Björnsson, GR og „The Geaux Colonels“, golflið Nicholls State, hefja í dag leik á Southland Conference Championship. Mótið stendur dagana 22.-24. apríl og leikið er  á Dye golfvelli Stonebridge Ranch Country Club í McKinney, Texas. Þátttakendur eru 40 frá 8 háskólum. Andri Þór á rástíma kl. 8:32 (kl. 13:52 að okkar tíma hér á Íslandi). Fylgjast má með gengi Andra Þórs og golfliðs Nicholls State með því að SMELLA HÉR: