Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 7. sæti á ACC Championship

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest luku í gær leik á ACC Championship, en mótið fór fram á golfvelli Sedgfield Country Club í Greensboro, Norður-Karólínu, dagana 19.-21. apríl 2013.

Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum.

Ólafía Þórunn lék á samtals 21 yfir pari, 234 höggum (77 78 79) og hafnaði í 25. sæti, sem hún deildi með 2 öðrum keppendum.

Golflið Wake Forest hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni. Ólafía Þórunn var á 3. besta skori liðs síns og taldi skor hennar því í árangri liðsins.

Til að sjá úrslitin á ACC Championship SMELLIÐ HÉR: