Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 07:30

PGA: GMac sigraði á RBC Heritage

Það var Norður-Írinn, Graeme McDowell sem stóð uppi sem sigurvegari á RBC Heritage mótinu í Suður-Karólínu í gær.  GMac eins og Graeme er oft nefndur lék samtals á 9 undir pari,  275 höggum (71 67 68 69) líkt og nr. 18 á heimslistanum, Webb Simpson (68 71 65 71) og varð því að koma til bráðabana milli þeirra. Í honum sigraði GMac þegar á fyrstu holu þegar hann fékk par!

Í 3. sæti urðu Luke Donald og Kevin Streelman, en þeir spiluð á  samtals 7 undir pari, 277 höggum; Donald (69 68 71 69) og Streelman (66 70 69 72).

Næstir komu 4 Bandaríkjamenn: Jerry Kelly varð í 5. sæti; og Russell Henley, Chris Stroud og Charley Hoffman deildu 6. sætinu.

Til þess að sjá úrslitin á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á RBC Heritage SMELLIÐ HÉR: