Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Theodór lauk leik á besta skori Arkansas-Monticello á GAC Championships

Theodór Karlsson, klúbbmeistari GKJ 2012, og Ari Magnússon GKG og golflið Arkansas Monticello tóku dagana 14.-16. apríl s.l. þátt í GAC Championship (Great American Conference Championship). Mótið fór fram í Hot Springs, Arkansas.

ri Magnússon, GKG. Mynd: Golf 1

Ari Magnússon, GKG. Mynd: Golf 1

Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum.

Theodór lauk keppni í 13. sæti í einstaklingskeppninni og á besta skori skóla síns á samtals 224 höggum (71 77 76).  Ari  deildi 42. sætinu (spilaði á 239 höggum 80 79 80)  og var á 4. besta skori liðsins og taldi það því í 8. sætis árangri Arkansas at Monticello í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin í GAC Championships SMELLIÐ HÉR: