Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk keppni í 10. sæti á SEC Championship

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í gær leik á SEC Championship, en leikið var á Seaside golfvellinum í Sea Island golfklúbbnum á St. Simmons Island í Georgíu, dagana 19.-21. apríl 2013

Þátttakendur voru 70 frá 14 háskólum.

Axel lék á samtals 4 yfir pari (70 74 70) og varð í 10. sæti í einstaklingskeppninni.

Axel var á 2. besta skori í liði sínu og taldi það því í árangri liðsins í liðakeppninni, en þar hafnaði golflið Mississippi State í 5. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á SEC Championship  SMELLIÐ HÉR: