Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Íris Katla taka þátt í Conference Carolinas Championship

Klúbbmeistari GA 2012, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og „The Falcons“ golflið Pfeiffer og Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens taka um þessar mundir þátt í Conference Carolinas Championship.  Þátttakendur eru 55 frá 11 háskólum. Mótið fer fram 20.-22. apríl og verður lokahringurinn spilaður í kvöld.

Íris Katla var valin í 3. team All Conference Carolinas

Íris Katla var valin í All Conference Third Team! Íris Katla er lengst t.h. á myndinni en hinar eru Taylor Penzer (t.v.) og Grace Glace (f.m).

Íris Katla og „The Royals“ eru í 3. sæti í liðakeppninni og er Íris Katla á 4.-5. besta skorinu samtals 173 höggum eftir 2 daga (91 82).  Hún deilir 29. sætinu í einstaklingskeppninni. Þess mætti geta að Íris Katla var á dögunum valin í All Conference Third Team, þ.e. 3. besta lið af öllum skólum á Carolina svæðinu, sem er frábær árangur!

Stefanía Kristín og „The Falcons“ eru í 6. sæti í liðakeppninni og er Stefanía Kristín á 4. besta skori liðsins og telur það því í árangri Pfeiffer í liðakeppninni. Stefanía Kristín er samtals búin að spila á 174 höggum (89 85) og deilir 34. sætinu í einstaklingskeppninni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Conference Carolinas Championship SMELLIÐ HÉR: