Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Queens luku leik í 1. sæti á Conference Carolinas Championship

 Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens  tók nú á dögunum þátt í Conference Carolinas Championship, en leikið var í Burlington, Norður-Karólínu.  Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum og fór mótið fram  20.-22. apríl s.l. Íris Katla og „The Royals“ luku leik  í 1. sæti í liðakeppninni og það sama er að segja um karlalið skólans, strákarnir í Queens urðu líka í 1. sæti!!!  Glæsilegur árangur það!!! Íris Katla lauk leik á  250 höggum  (91 82 77).  Þriðja og lokahringinn sinn varð hún í 3. sæti í einstaklingskeppninni en því sæti deildi hún með liðsfélaga sínum Shannon Fraser og Elisabeth Swallow úr Kings College. Til þess lokastöðuna hjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lee Westwood – 24. apríl 2013

Það er aldeilis stórskotalið kylfinga sem á afmæli í dag. Að þessu sinni verður aðeins einn tekinn út úr en það er nr. 12 á heimslistanum Lee Westwood, sem er fæddur 24. apríl 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Lee gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 20 árum síðan, þ.e. 1993 og hefir á ferli sínum sem atvinnumaður sigrað 39 sinnum þar af 2 sinnum á PGA Tour og 23 sinnum á Evrópumótaröðinni (og situr þar í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð). Þrátt fyrir margar góðar tilraunir hefir Lee ekki enn tekist að sigra á risamóti, sem er draumur allra kylfinga.  Kannski Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 12:30

Golfreglur: Rangur bolti

Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Í höggleikskeppni tekur keppandi högg  að röngum bolta en hittir ekki. Hvernig dæmist? A. Þetta er vítalaust því höggið missti marks og ekki var slegið í boltann. B. Keppandinn fær almennt 2  högga  víti og höggið sem greitt var að boltanum telur. C. Keppandinn fær almennt 2 högga  víti og höggið sem greitt var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 2. sæti á Atlantic Sun Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU léku í gær lokahringinn á Atlantic Sun Championship en mótið fór fram 21.-23. apríl 2013 á Legends golfvellinum í Chateau Elan. Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum. Golflið ETSU hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni, sem er glæsilegur árangur!!! Guðmundur Ágúst lék á samtals 19 yfir pari 235 höggum (80 76 79) og var á 4. besta skori liðs síns, sem taldi í glæsiárangrinum í liðakeppninni. Til þess að sjá úrslitin á Atlantic Sun Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State í 4. sæti á WAC

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og „The Bobcats“ golflið Texas State keppa dagana 22.-24. á WAC Women´s Golf Championship. Mótið fer fram í Long Bow golfklúbbnum í Mesa, Texas. Þátttakendur eru 35 frá 7 háskólum. Valdís Þóra er búin að spila á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (79 75) og er á 3. besta skori í liði sínu, sem er sem stendur í 4. sæti í liðakeppninni. Valdís Þóra deilir 21. sæti í einstaklingskeppninni ásamt Nicole Gaddie frá Seattle háskólanum.   Lokahringurinn verður leikinn í kvöld. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og Texas State á lokahringnum á WAC Women´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 8. sæti fyrir lokahring SCC

Andri Þór Björnsson, GR og „The Geaux Colonels“, golflið Nicholls State, leika í dag lokahringinn á Southland Conference Championship. Mótið stendur dagana 22.-24. apríl og leikið er  á Dye golfvelli Stonebridge Ranch Country Club í McKinney, Texas. Þátttakendur eru 40 frá 8 háskólum. Andri Þór hefir leikið fyrri 2 hringina á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (80 74) og er á besta skorinu í sínu liði, en Nicholls State er í 7. sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Andra Þórs og golfliðs Nicholls State með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 08:00

Merion golfvöllurinn þar sem Opna bandaríska fer fram í ár verður með erfiðasta móti!

„Hann verður þykkri  – miklu mun þykkri“ sagði Scott Nye, yfirgolfkennari á Merion, í Pennsylvaníu um kargann á vellinum og átti þar við umbreytinguna, sem mun verða fyrir 13.-16. júní n.k. þegar Opna bandaríska risamótið fer fram á hinum sögufræga Austurvelli Merion. Hann segir þetta ekki af illkvitni, hann er einungis að fara með staðreynd. Allt hefir verið gert til þess að gera Austurvöll Merion með erfiðasta móti, þannig að PGA Tour kylfingarnir, bestu kylfingar heims, fái næga áskorun, þegar Opna bandaríska risamótið fer fram þar. Margir sem fjalla um Merion talaum Merionvöllinn og eiga líklegast við Austurvöllinn en golfvellir Merion eru tveir Austur- og Vesturvöllurinn. Á hinum fyrri, sögurfrægari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 07:30

Golfútbúnaður: Phrankenwood kylfa Phil Mickelson

Einn af kostum þess að vera atvinnumaður á PGA mótaröðinni bandarísku er sá að golfútbúnaðarfyrirtækin keppast um að ná samningum við kylfinganna og búa til útbúnað sem svarar til þarfa viðkomandi. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist við nýjustu afurð Callaway: X Hot Phrankenwood. Kylfan er hugarsmíð kylfingsins Phil Mickelson og í grunninn er X Hot Phrankenwood kylfan nútímalegt 2-tré. Mickelson setti X Hot brautartréð fyst í pokann í febrúar á þessu ári á Northern Trust Open mótinu. Hann tók strax eftir lengdaraukningunni sem hann fékk frá X Hot kylfinunni, en kylfuhausinn er búinn til úr mjög sterku járni sem er samt örþunnt. En maður fær ekki viðurnefnið“Phil The Thrill“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 14:30

Anna Sólveig 14. á Irish Girls Open!

Anna Sólveig Snorradóttir, Golfklúbbnum Keili, stóð sig best af þeim 5 íslensku þátttakendum á Irish Girls Open, sem fram fór  á golfvelli   Roganstown Golf & Country Club, rétt fyrir utan Dublin á Írlandi 20.-21. apríl s.l. (þ.e. nú um helgina).  Þátttakendur í mótinu voru 71. Anna Sólveig, GK hafnaði í 14. sæti lék á samtals 21 yfir pari,  234 höggum (81 76 77).  Glæsilegur árangur hjá Önnu Sólveigu!!! Sara Margét Hinriksdóttir, GK varð í 25. sæti á samtals 28 yfir pari, 241 höggi, (80 81 80).  Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG varð í 43. sæti, Særós Eva Óskarsdóttir, GKG varð í 49. sæti og nýliðinn í keppnisferðum erlendis Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK, komst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2013 | 14:00

Alan Dunbar gerist atvinnumaður

Alan Dunbar, sigurvegari British Amateur, sem keppti á Augusta National á the Masters risamótinu mun keppa í fyrsta sinn sem atvinnumaður á móti nú í vikunni. Hann fékk þátttökurétt á móti Áskorendamótaraðarinnar sem fram fer á golfvelli El Encin Golf Hotel í Alaca de Henares á Spáni. Með því að gerast atvinnumaður verður hann af þátttökurétti sínum á Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer í júní á Merion golfvellinum í Pennsylvaníu.  Dunbar er kominn með samning við ISM, sem eru m.a. umboðsaðilar Louis Oosthuizen, Darren Clarke, Charl Schwartzel og Lee Westwood.  Gengið á Masters risamótinu voru Dunbar vonbrigði en hann var með skor upp á 83 77 og náði ekki Lesa meira