Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lee Westwood – 24. apríl 2013

Það er aldeilis stórskotalið kylfinga sem á afmæli í dag. Að þessu sinni verður aðeins einn tekinn út úr en það er nr. 12 á heimslistanum Lee Westwood, sem er fæddur 24. apríl 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!

Lee gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 20 árum síðan, þ.e. 1993 og hefir á ferli sínum sem atvinnumaður sigrað 39 sinnum þar af 2 sinnum á PGA Tour og 23 sinnum á Evrópumótaröðinni (og situr þar í 9. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á þeirri mótaröð). Þrátt fyrir margar góðar tilraunir hefir Lee ekki enn tekist að sigra á risamóti, sem er draumur allra kylfinga.  Kannski að það eigi eftir að gerast á þessu stórafmælisári Phil?

Lee er kvæntur Laurae Coltart Westwood  (giftust 1999) og þau eiga tvö börn Samuel Bevan (f. 2001) og Poppy Grace (f. 2004).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Jason Bohn, 24. apríl 1973 (hann á líka 40 ára stórafmæli!!!); sænski kylfingurinn Jonas Blixt, 24. apríl 1984 (29 ára); Lydia Ko, 24. apríl 1997 (16 ára) ….. og ……

F. 24. apríl 1965 (48 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is