PGA: Krókódíll á Zurich Classic
Það vakti athygli þeirra sem voru að horfa á Zurich Classic golfmótið í gær að krókódill nokkur gerði atlögu að golfdómurum mótsins. Hér var á ferðinni þekktur krókódíll, Stumpy, sem aðeins er með 3 fætur og haltrar því áfram. Stumpy er gengur líka undir nafninu Þrífótur (ens. Tripod). Dómarinn á golfbílnum sá sér vænna að forða sér þegar risaflykkið stefndi í áttina að sér enda aldrei að vita hvað kvikyndi sem Stumpy geta tekið upp á! Kynnir mótsins lýsti þessu skemmtilega út frá sjónarhorni Stumpy og sagði að hann hefði aðeins fengið veður af „kjöti í garði sínum“ (ens. meat in my garden). Hér má sjá myndskeið af krókódílnum Stumpy Lesa meira
PGA: Ricky Barnes leiðir eftir 1. dag Zurich Classic
Í gær hófst á TPC Louisiana vellinum, Zurich Classic at New Orleans mótið í Avondale, Louisiana, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni bandarísku. Í efsta sæti eftir 1. dag mótsins er Ricky Barnes, en hann lék á 8 undir pari, 64 höggum; fékk 1 örn, 7 fugla, 9 pör og 1 skolla. Aðeins 1 höggi á eftir Barnes, í 2. sæti eru bandarísku kylfingarnir Lucas Glover og Boo Weekly. Fjórða sætinu deila síðan landar þeirra Morgan Hoffman og DA Points á 6 undir pari, 66 höggum, hvor. Í 6. sæti er síðan hópur 10 kylfinga, m.a. Ernie Els og Rickie Fowler á 5 undir pari, 65 höggum, hver. Til þess að Lesa meira
Golfreglur: Óhreyfanleg hindrun
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar. Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu. Raunhæft dæmi: Í höggleikskeppni, getur keppandi ekki staðið við bolta sinn vegna truflunar af óhreyfanlegri hindrun, sem boltinn hefir lent við þannig að keppandinn á rétt á lausn skv. reglu 24-2. Hann ákveður að næsta stað lausnar með 5-járni sínu þar sem hann ætlar að leika næsta högg með þeirri kylfu og droppar boltanum innan 1 Lesa meira
Evróputúrinn: 5 í forystu þegar leik frestað vegna myrkurs á Ballantines í Kóreu
Það eru 5 kylfingar sem deila 1. sætinu á Ballantines Championship, sem hófst á golfvelli Blackstone golfklúbbsins í Icheon, Kóreu í dag. Þessir 5 eru Frakkinn Jean-Baptiste Gonnet, Ástralinn Kieran Pratt, Englendingurinn Matthew Baldwin, Svíinn Johan Edfors og heimamaðurinn Ki-whan Kim. Þessir 5 eru allir búnir að klára 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir þeim eru Peter Lawrie og Jung Hwan Lee á 4 undir pari, 68 höggum og það sama er að segja um þá Tommy Fleetwood og Louis Oosthuizen, en Fleetwood á eftir að ljúka leik á 1 holu og Oosthuizen 2 holum, þannig að þeir geta báðir enn komið sér Lesa meira
Nicklaus helgar sig SNAG-golfi!
Jack Nicklaus á 22 barnabörn, en aðeins 1 þeirra er í keppnisgolfi. Önnur barnabörn Gullna Björnsins „fikta í golfi sér til skemmtunnar“ eins og hann segir sjálfur. Aðeins nokkur barnabörn þessarar miklu golfgoðsagnar ná að brjóta 80, sem Nicklaus finnst vera skýrasta merkið um að þau muni halda sér við golfið síðar í lífinu. En almennt, þrátt fyrir alla fjölskylduhefðina, ólust barnabörn hans upp með meiri áhuga á öðrum íþróttagreinum. Golfgoðsögnin, sem hefir unnið flest risamót allra í golfinu (Nicklaus) lítur á þetta sem áskorun. Á nokkrum sl.árum hefir hann haft áhyggjur af framtíð golfíþróttarinnar og hefir haldið marga fundi með fólki um það, þar sem menn hafa velt fyrir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Wes Martin – 25. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Wes Martin. Martin er fæddur í Calgary, Alberta, 25. apríl 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Martin gerðist atvinnumaður í golfi 1994 og hefir aðallega spilað á kanadíska PGA túrnum. Hann útskrifaðist frá College of the Desert. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Chris Johnson, 25. apríl 1958 (54 ára); Grégory Bourdy 25. apríl 1982 (31 árs) ….. og ….. Fridrik Sverrisson · 45 ára Viðar Sveinbjörnsson · 47 ára Halldor Tryggvi Gunnlaugsson · 56 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira
Gleðilegt sumar!
Í dag er Sumardagurinn fyrsti, frídagur sem markar upphaf sumars, þó víða um land sé ekki sérlega sumarlegt. Fyrir Norðan á Akureyri var t.a.m. snjókoma í morgun. Það sama er að segja vestan- og austanlands, víða enn snjór yfir golfvöllum og sumarið virðist víðsfjarri þó dagatalið segi annað. Hér sunnanlands hefir sólin gægst feimnislega fram og það hefir verið hægt að spila golf bæði á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og Húsatóftavelli í Grindavík, en þeir tveir vellir eru opnir. Ýmsir klúbbar voru síðan með innanfélagsmót: GKJ menn héldu mót á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og það sama er að segja um GHR – á Hellu fór fram Vorkomu-mótið, þar sem leikformið var Lesa meira
Rory á möguleika á að spila fyrir Bretland á Ólympíuleikunum 2016
Á golffjölmiðlum fór sú frétt eins og eldur í sinu í dag að R&A hefði kveðið upp úrskurð um að Rory McIlroy YRÐI að spila fyrir Írland. Hér er einfaldlega um það að ræða að orð framkvæmdastjóra R&A hafa verið oftúlkuð. Staðreyndin er sú að Rory á enn val um hvort hann keppir fyrir Bretland á Ólympíuleikunum 2016 ef hann vill þrátt fyrir komment R&A að hann væri e.t.v. aðeins hæfur til að spila fyrir Íra. Framkvæmdastjóri R&A Peter Dawson sagði að „það væri í gildi Ólympíureglugerð“ þar sem fram kæmi að Rory gæti aðeins spilað fyrir Írland vegna þess að hann hefði spilað í tveimur heimsbikarskeppnum fyrir Íra. Ólympíunefndin Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont luku leik í 3. sæti á Conference of Carolinas Championship
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og golflið Belmont Abbey tóku þátt í Conference of Carolinas Championship. Mótið fór fram í Burlington, Norður-Karólínu, dagana 20.-22. apríl 2013. Arnór Ingi lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (74 70 78) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi með Christopher Baker frá Queens háskólanum, sem unnu liðakeppnina. Golflið Belmont Abbey náði þeim glæsilega árangri að landa 3. sætinu í liðakeppninni og taldi skor Arnórs Inga, sem var á 3. besta skorinu í liði sínu. Til þess að sjá úrslitin á Conference of Carolinas Championship SMELLIÐ HÉR:
R&A ætlar ekki að beita sér til að konum verði veitt félagsaðild í Muirfield þar sem Opna breska fer fram í sumar
Skoski golfklúbburinn Muirfield, þar sem 142. Opna breska fer fram 13. júlí í sumar mun ekki þurfa að láta undir neinum þvingunum eða hótunum til þess að konum verði heimilað að gerast félagsmenn, en í þessum forna golfklúbbi fá aðeins karlar að gerast félagar. Þetta er álit Peter Dawson, framkvæmdastjóra R&A og annarra skipuleggjenda Opna breska. Konum er þó heimilað að heimsækja klúbbinn og eins hefir Curtis Cup farið fram þar, sem er mót milli kvenáhugamannaliða Íra&Breta annars vegar og Bandaríkjanna, hins vegar. Aðeins í 3 golfklúbbum, þar sem Opna breska fer skv. hefð fram, er einungis körlum heimiluð félagsaðild en fyrir utan Muirfield eru það Royal Troon og St. Lesa meira








