Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Queens luku leik í 1. sæti á Conference Carolinas Championship

 Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens  tók nú á dögunum þátt í Conference Carolinas Championship, en leikið var í Burlington, Norður-Karólínu.  Þátttakendur voru 55 frá 11 háskólum og fór mótið fram  20.-22. apríl s.l.

Íris Katla og „The Royals“ luku leik  í 1. sæti í liðakeppninni og það sama er að segja um karlalið skólans, strákarnir í Queens urðu líka í 1. sæti!!!  Glæsilegur árangur það!!!

Íris Katla lauk leik á  250 höggum  (91 82 77).  Þriðja og lokahringinn sinn varð hún í 3. sæti í einstaklingskeppninni en því sæti deildi hún með liðsfélaga sínum Shannon Fraser og Elisabeth Swallow úr Kings College.

Til þess lokastöðuna hjá konunum á Conference Carolinas Championship SMELLIÐ HÉR: