Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 08:00

Merion golfvöllurinn þar sem Opna bandaríska fer fram í ár verður með erfiðasta móti!

„Hann verður þykkri  – miklu mun þykkri“ sagði Scott Nye, yfirgolfkennari á Merion, í Pennsylvaníu um kargann á vellinum og átti þar við umbreytinguna, sem mun verða fyrir 13.-16. júní n.k. þegar Opna bandaríska risamótið fer fram á hinum sögufræga Austurvelli Merion.

Hann segir þetta ekki af illkvitni, hann er einungis að fara með staðreynd. Allt hefir verið gert til þess að gera Austurvöll Merion með erfiðasta móti, þannig að PGA Tour kylfingarnir, bestu kylfingar heims, fái næga áskorun, þegar Opna bandaríska risamótið fer fram þar.

Margir sem fjalla um Merion talaum Merionvöllinn og eiga líklegast við Austurvöllinn en golfvellir Merion eru tveir Austur- og Vesturvöllurinn. Á hinum fyrri, sögurfrægari  fer Opna bandaríska risamótið fram í sumar; Vesturvöllinn nota bestu kylfingar heims til upphitunar.

Austurvöllur Merion er sögufrægur vegna þess að Bobby Jones náði Grand Slam-inu sínu þar þegar hann sigraði á US Amateur 1930 og (Austur)vallarins verður ávallt minnst fyrir endurkomu Ben Hogan, eftir bílslys, sem næstum dró þessa miklu golfgoðsögn til dauða, 1950.

Skjöldurinn til minnis um 1-járns aðhögg Hogan á 18. en með þessu glæsihöggi knúði hann fram bráðabana 1950.

Skjöldurinn til minnis um 1-járns aðhögg Ben Hogan á 18. braut Austruvallar Merion, en með því glæsihöggi knúði hann fram bráðabana 1950.

 Á 18. braut er m.a. skjöldur til minnis um staðinn þar sem Hogan knúði fram umspil 1950, sem hann vann síðan. „Það eru 213 yardar (195 metrar) að flaggstöng,“ sagði Nye. Margir kylfingar á PGA mótaröðinni þurfa litlu stærra verkfæri en 5-járnið til að ná því höggi í dag!

Fræg mynd af Hogan á Merion, 1950.

Fræg mynd af Hogan á Merion, 1950.

Eilíft áhyggjuefni hefir verið lengd Austurvallarins, en hann hefir alltaf þótt með styttra móti. Svo segir m.a. Matt Shaffer, yfirvallarstjóri (ens.: superintendent) á Merion.

Því hefir verið unnið að lengingu vallarins t.d. með nýjum teigum (en hafist var handa við uppsetningu þeirra fyrir US Amateur 2005, sem fram fór á Austurvellinum).  Í sumar spilast Austurvöllurinn sem par-70 völlur, litlu undir 7000 yarda (6400 metrar) að lengd, 500 yördum lengra en 1981, þegar stórt mót fór síðast fram á Merion.

T.a.m. verður par-3 9. brautin á Austurvellinum 236 yarda (216 metra) og 255 yarda (233 metra) þegar flaggstöngin er staðsett aftast vinstra meginn á flötinni.

„Það verður t.d. mjög erfitt að ná pari hér“ segir Shaffer. Og svo segir hann að muni verða um fleiri holur vallarins sérstaklega „holurnar 5 á seinni 9 Austurvallarins“ en þar á hann við 14.-18. holur vallarins, sem lagðar eru í sveig um gamla námu.

Flatirnar eru allar glerhálar, um 12-13 stipmetra. Það sem unnið er að hörðum höndum á Merion er að flikka upp á gamlan klassíker, sem Austurvöllurinn er, þannig að hann mæti öllum kröfum nútíma atvinnumannsgolfkeppna.  Hvernig tekist hefir til kemur í ljós í sumar …. og kemur til með að endurspeglast í skori keppenda, sem fyrirfram er búist við að verði hærri en þeir eru vanir. Svo er bara að sjá hvernig þeim tekst að takast á við andlegu hlið golfsins, sem ávallt hefir reynt mikið á í gegnum tíðina, á Opnu bandarísku risamótunum!