
Golfreglur: Rangur bolti
Nú þegar golftímabilið fer að hefjast og kylfingar landsins streyma á golfvellina, sem fara að opna hver á fætur öðrum í næsta mánuði þá er e.t.v. rétt að rifja upp golfreglurnar.
Það verður gert hér á Golf1 í raunhæfum dæmum, sem kylfingar geta glímt við en svörin eru jafnframt gefin upp við hverri spurningu.
Raunhæft dæmi:
Í höggleikskeppni tekur keppandi högg að röngum bolta en hittir ekki. Hvernig dæmist?
A. Þetta er vítalaust því höggið missti marks og ekki var slegið í boltann.
B. Keppandinn fær almennt 2 högga víti og höggið sem greitt var að boltanum telur.
C. Keppandinn fær almennt 2 högga víti og höggið sem greitt var að boltanum telur ekki.
D. Keppandinn fær frávísun.
Skrollið niður til að sjá rétt svar
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Rétt svar: C. Keppandinn fær 2 högg í víti en höggið telur ekki sbr. reglu 15-3b. Þar segir:
b. Höggleikur
„Greiði keppandi högg eitt eða fleiri, að röngum bolta, hlýtur hann tvö högg í víti.
Keppandinn verður að leiðrétta mistök sín með því að leika réttum bolta eða með því að fara að samkvæmt reglunum. Leiðrétti hann þau ekki áður en hann greiðir högg á næsta teig eða sé um síðustu holu umferðarinnar að ræða, hann lýsir ekki yfir þeim ásetningi sínum að leiðrétta þau áður en hann yfirgefur flötina, sætir hann frávísun.
Högg sem keppandi greiðir röngum bolta teljast ekki með í skori hans. Tilheyri rangi boltinn öðrum keppanda verður eigandi hans að leggja bolta í staðinn þaðan sem rangi boltanum var leikið.„
Eins er gott að rifja upp hugtökin „högg“ og „rangur bolti.“
Högg er hreyfing kylfunnar fram á við, til þess að greiða högg að og hreyfa boltann. Stöðvi leikmaður framsveifluna af sjálfdáðum áður en kylfuhausinn nær að boltnum telst hann ekki hafa greitt högg.
Rangur bolti er sérhver bolti nema
* bolti leikmannsins í leik
* varabolti leikmannsins eða
* annar bolti, sem leikmaðruinn leikur samkvæmt reglu 3-3 eða reglu 20-7c í höggleik
þar með talið:
* bolti annars leikmanns;
* yfirgefinn bolti og
* upphaflegur bolti leikmannsins sé hann ekki lengur í leik.
Aths.: Bolti í leik á einnig við bolta sem kemur í staðinn fyrir bolta í leik (skiptibolta) hvort sem boltaskiptin eru leyfð eða ekki.
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022