Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 2. sæti á Atlantic Sun Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU léku í gær lokahringinn á Atlantic Sun Championship en mótið fór fram 21.-23. apríl 2013 á Legends golfvellinum í Chateau Elan.

Þátttakendur voru 50 frá 10 háskólum.

Golflið ETSU hafnaði í 2. sæti í liðakeppninni, sem er glæsilegur árangur!!!

Guðmundur Ágúst lék á samtals 19 yfir pari 235 höggum (80 76 79) og var á 4. besta skori liðs síns, sem taldi í glæsiárangrinum í liðakeppninni.

Til þess að sjá úrslitin á Atlantic Sun Championship SMELLIÐ HÉR: