Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 07:30

Golfútbúnaður: Phrankenwood kylfa Phil Mickelson

Einn af kostum þess að vera atvinnumaður á PGA mótaröðinni bandarísku er sá að golfútbúnaðarfyrirtækin keppast um að ná samningum við kylfinganna og búa til útbúnað sem svarar til þarfa viðkomandi. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist við nýjustu afurð Callaway: X Hot Phrankenwood.

Kylfan er hugarsmíð kylfingsins Phil Mickelson og í grunninn er X Hot Phrankenwood kylfan nútímalegt 2-tré.

Mickelson setti X Hot brautartréð fyst í pokann í febrúar á þessu ári á Northern Trust Open mótinu. Hann tók strax eftir lengdaraukningunni sem hann fékk frá X Hot kylfinunni, en kylfuhausinn er búinn til úr mjög sterku járni sem er samt örþunnt.

Phrankenwood kylfa Phil Mickelson

Phrankenwood kylfa Phil Mickelson

En maður fær ekki viðurnefnið“Phil The Thrill“ fyrir það að hitta margar brautir. Í raun er nákvæmni Mickelson þar líkari atvinnupílukastara (173, 177, 188, 179 and 181) heldur en eins af besta kylfings í heimil.

En eftir að hafa séð performans X Hot brautartrésins, þá sneri Mickelson sér til  Callaway í leit að kylfu sem hann gæti notað til að ná meiri lengd af teig, sem væri með flatara boltaflug dragi (ens. draw) sínu.

Hvernig leysti Callaway úr þessu fyrir hann? Með Callaway X Hot Phrankenwood: sem er  8.5 °, 250cc, 45″ langt brautartré, sem er hannað með lágt spinn í huga og meiri lengd og fjarlægðarstjórn.

„Þið hafið heyrt mig segja að þetta sé dræverinn minn, ekki satt?  Ég veit ekki hvort ég kem þessu rétt frá mér en þetta er dræver, sem lítur út eins og 3-tré, vegna þess hversu stórir dræverarnir okkar eru nú. En það er smærra, vegna þetta er 3-tré með betrumbótum,“ sagði Mickelson.

3deep2

Mickelson notaði nýju Phrankenwood kylfuna á the Masters í fyrsta sinn og hitti brautir í 40 af 56 skiptum og var meðal 10 efstu á mótinu hvað þetta snerti (hitti t.a.m. 8 fleiri brautir en sigurvegarinn, Adam Scott).  Þetta er stökkbreyting á nákvæmni hans frá því á síðustu mánuðum, hvað þá árum.Callaway X Hot Phrankenwood kylfan er ekki fáanleg á almennum markaði en Callaway hefir framleitt X Hot 3Deep brautartré sem hefir verið fáanlegt í Bandaríkjunum frá því fyrir 5 dögum síðan þ.e. frá 19. apríl 2013.Bara eitt að lokum: það var eins gott að Phrankenwood er tré en ekki járn annars hefði mátt kalla kylfuna Phrankenstein! 🙂
Phrankenwood ekki Frankenstein!

Phrankenwood ekki Frankenstein!