Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2013 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State í 4. sæti á WAC

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og „The Bobcats“ golflið Texas State keppa dagana 22.-24. á WAC Women´s Golf Championship.

Mótið fer fram í Long Bow golfklúbbnum í Mesa, Texas. Þátttakendur eru 35 frá 7 háskólum.

Valdís Þóra er búin að spila á samtals 10 yfir pari, 154 höggum (79 75) og er á 3. besta skori í liði sínu, sem er sem stendur í 4. sæti í liðakeppninni.

Valdís Þóra deilir 21. sæti í einstaklingskeppninni ásamt Nicole Gaddie frá Seattle háskólanum.   Lokahringurinn verður leikinn í kvöld.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og Texas State á lokahringnum á WAC Women´s Golf Championship með því að SMELLA HÉR: