Ólafur Björn lék 3. hring á 72
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur um þessar mundir þátt í Columbia Open mótinu í Suður-Karólínu, en mótið er hluti eGolf-mótaraðarinnar. Spilað er í Columbia CC – Ridgewood/Tall Pines í Suður-Karólínu og má sjá heimasíðu klúbbsins (m.a. myndir af vellinum) með því að SMELLA HÉR: Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 1 undir pari, 212 höggum (70 70 72). Á hringnum í dag fékk Ólafur Björn 2 fugla, 13 pör og 3 skolla. Hann deilir nú 31. sæti í mótinu með 5 öðrum kylfingum. Nokkuð sér á báti er Tanner Ervin, sem er í efsta sæti í mótinu en hann er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 197 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner spila í landsmótinu!
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans í Alabama fá að spila á landsmótinu (ens: The National Tournament). Golflið Faulkner er búið að spila stórglæsilegt golf í allan vetur en á mótum hefir liðið 5 sinnum hafnað í 1. sætinu og tvisvar sinnum í 2. sæti. Á facebook síðu Hrafns mátti lesa eftirfarandi í dag: „Ísland! Kókómjólk og kjallarabolla í morgunmat. Fékk símtal frá þjálfaranum mínum rétt fyrir brottför þar sem sagði mér að við erum á leiðinni í landsmótið, The National Tournament, í fyrsta skipti í sögu skólans. Stutt stopp í bili, verður spennandi að fara vestur til Oregon í næstu viku.“ Glæsilegur árangur hjá Lesa meira
Evróptúrinn: Dou 16 ára fór í gegnum niðurskurð á China Open en Ye 12 ára náði ekki
Dou Ze-cheng, 16 ára og 101 daga ungur, varð sá yngsti í dag í sögu Volo China Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum, til þess að ná niðurskurði í Binhai Lake golfklúbbnum í Tianjin, Kína. Dou var samatals á 2 undir pari, 142 höggum (70 72) og deilir 36. sæti, sem er stórglæsilegur árangur 16 ára drengs á Evrópumótaröðinni. „Mér leið vel þegar ég byrjaði, en átti í vandræðum á seinni 9,“ sagði Dou, sem ætlar að reyna við að komast í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska risamótið eftir þetta mót. „Ég er ánægður með skorið og glaður yfir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn – nú ætla ég bara Lesa meira
Evróputúrinn: Mikko Ilonen efstur eftir 2. dag í Kína
Það er finnski kylfingurinn Mikko Ilonen sem er efstur þegar Volvo China Open mótið, sem er mót vikunnar Evrópumótaröðinni, er hálfnað. Ilonen átti glæsihring í dag upp á 63 högg, þar sem hann skilaði „hreinu skorkorti“ með 9 fuglum og 9 pörum. Samtals er Ilonen búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (69 63) og hefir 3 högga forystu á þá sem næstir koma: Brett Rumford og Kiradech Aphibarnrat. Einn í 4. sæti er síðan forystumaður gærdagsins, Hollendingurinn Robert-Jan Derksen sem er búinn að spila á samtals 8 undir pari og er því 4 höggum á eftir Ilonen. Til þess að sjá stöðuna þegar Volvo China Open er Lesa meira
Ólafur Björn á 70 á 2. hring
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur um þessar mundir þátt í Columbia Open mótinu í Suður-Karólínu, en mótið er hluti eGolf-mótaraðarinnar. Spilað er í Columbia CC – Ridgewood/Tall Pines í Suður-Karólínu og má sjá heimasíðu klúbbsins (m.a. myndir af vellinum) með því að SMELLA HÉR: Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (70 70) og komst í gegnum niðurskurð í gær, en skorið var niður eftir 2 hringi. Á facebook síðu sinni sagði Ólafur Björn um 2. hring sinn á Columbia Open: „Spilaði annan hringinn í dag á 70 höggum (-1). Ég var ekki að slá mitt allra besta en stutta spilið var frábært. Mjög ánægður Lesa meira
GR: Ekkert vúdú á Korpuvelli
Heyrst höfðu fregnir af því að tré við 3. teig Korpunnar hefði aðfararnótt 1. maí breyst í „snjótré“ vegna mikilla kulda. GR-ingar geta tekið gleði sína. Það eru engin „snjó- eða ístré“ á eða við Korpuna. Eins er ekkert „vúdú“ á vellinum þ.e. að eitt tréð sé svona ísað en önnur ekki, en þegar Golf 1 leit á Korpuna í gær var ekki að sjá neinn ís eða klaka við nein önnur tréð en aumingja tréð á 3. teig. Snjór og ís var þó óðum að bráðna af trénu, þrátt fyrir nokkurn kulda úti. Er líklegast að það hafi verið sprautað til þess að ná svona mikilli ísingu á það, Lesa meira
LPGA: Ariya leiðir á Kingsmill
Ariya Jutanugarn frá Thaílandi leiðir eftir 1. hring á Kingsmill Championship sem hófst í Williamsburg, Virginia í gær. Ariya lék 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum. Á hringnum fékk hún 9 fugla, 8 pör og 1 skolla. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Ariyju er Cristie Kerr á 5 undir pari, 66 höggum. Þriðja sætinu deila síðan Dewi Claire Schreeffel frá Hollandi og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, báðar á 4 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Kingsmill SMELLIÐ HÉR:
PGA: Rory og 6 aðrir leiða á Wells Fargo
Í gær hófst í Quail Hollow, Charlotte, Norður-Karólínu, Wells Fargo mótið. Eftir 1. dag eru 7. sem leiða þ.á.m. nr. 2 á heimslistanum: Rory McIlroy. Hinir eru: Nick Watney, Nate Smith, Daniel Summerhayes, Derek Ernst, Robert Garrigus og Ryan Moore. Allir kláruðu þeir 1. hring í mótinu á 5 undir pari, 67 höggum, hver. Aðeins 1 höggi á eftir í 8. sæti er annar stór hópur, 6 kylfinga, sem í eru m.a. Phil Mickelson og Lucas Glover. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 1. dags Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Guðjónsdóttir – 2. maí 2013
Það er Auður Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Auður er fædd 2. maí 1943 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Auður er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebooksíðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Auður Guðjónsdóttir · 70 ára merkisafmæli!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Joyce, 2. maí 1939 (74 ára); Zhang Lian-wei, 2. maí 1965 (48 ára) ….. og .. Örninn Golfverslun · 16 ára Aggystar ísland · 33 ára Hilmir Heiðar Lundevik · 31 ára Guðmundur Ragnarsson · 34 ára Trúbador ÁsgeirKr · 41 árs Birna Gudmundsdottir Herdís Sveinsdóttir · 57 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
Evróputúrinn: Derksen leiðir í Kína
Það er Hollendingurinn Robert-Jan Derksen sem tekið hefir forystu á Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hófst í dag. Derksen lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum – en á hringnum fékk hann 8 fugla, 8 pör og 2 skolla. Í 2. sæti 2 höggum á eftir Derksen komaThaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat og tvær evrópskar Asíuhetjur: Brett Rumford sem sigraði á Ballantine´s Open í Icheon, Suður-Kóreu og Raphaël Jacquelin sem sigraði á Open de España nú nýverið, en hefir oftar en ekki verið í einum af efstu sætunum á mótum Evrópumótaraðarinnar í Asíu. 12 ára undrakylfingurinn Ye Wocheng, sem tekur þátt í 1. móti sínu á Lesa meira









