Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2013 | 13:00

Evróputúrinn: Derksen leiðir í Kína

Það er Hollendingurinn Robert-Jan Derksen sem tekið hefir forystu á Volvo China Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hófst í dag.

Derksen lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum – en á hringnum fékk hann 8 fugla, 8 pör og 2 skolla.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Derksen komaThaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat og tvær evrópskar Asíuhetjur: Brett Rumford sem sigraði á Ballantine´s Open í Icheon, Suður-Kóreu og  Raphaël Jacquelin sem sigraði á Open de España nú nýverið, en hefir oftar en ekki verið í einum af efstu sætunum á mótum Evrópumótaraðarinnar í Asíu.

Kínverski strákurinn Ye Wocheng, 12 ára

Kínverski strákurinn Ye Wocheng, 12 ára

12 ára undrakylfingurinn Ye Wocheng, sem tekur þátt í 1. móti sínu á Evrópumótaröðinni kom í hús í dag á 7 yfir pari, 79 höggum og deilir 140. sætinu af 156 keppendum.  Hann kemst eflaust ekki í gegnum niðurskurð, en þátttakan í mótinu er lærdómsrík og fer bara í reynslubankann.  Að vera 12 ára og brjóta 80 er svolítið afrek út af fyrir sig, að gera það á móti annarrar stærstu golfmótaraðar heims er glæsilegt og þannig er einnig framtíð Ye í golfinu björt og glæsileg!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: