Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2013 | 05:00

PGA: Rory og 6 aðrir leiða á Wells Fargo

Í gær hófst í Quail Hollow, Charlotte, Norður-Karólínu, Wells Fargo mótið.

Eftir 1. dag eru 7. sem leiða þ.á.m. nr. 2 á heimslistanum: Rory McIlroy.  Hinir eru: Nick Watney, Nate Smith, Daniel Summerhayes, Derek Ernst, Robert Garrigus og Ryan Moore.

Allir kláruðu þeir 1. hring í mótinu á 5 undir pari, 67 höggum, hver.

Aðeins 1 höggi á eftir í 8. sæti er annar stór hópur,  6 kylfinga, sem í eru m.a. Phil Mickelson og Lucas Glover.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags í Wells Fargo mótinu SMELLIÐ HÉR: