Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2013 | 09:45

Ólafur Björn á 70 á 2. hring

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur um þessar mundir þátt í Columbia Open mótinu í Suður-Karólínu, en mótið er hluti eGolf-mótaraðarinnar.  Spilað er í Columbia CC – Ridgewood/Tall Pines í Suður-Karólínu og má sjá heimasíðu klúbbsins (m.a. myndir af vellinum) með því að SMELLA HÉR: 

Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (70 70) og komst í gegnum niðurskurð í gær, en skorið var niður eftir 2 hringi.

Á facebook síðu sinni sagði Ólafur Björn um 2. hring sinn á Columbia Open:

„Spilaði annan hringinn í dag á 70 höggum (-1). Ég var ekki að slá mitt allra besta en stutta spilið var frábært. Mjög ánægður með framfarirnar í púttunum, er alls ekki langt frá því að ná enn betri tökum á púttstrokunni. Spenntur fyrir morgundeginum, mun halda áfram að taka eitt högg í einu, hafa gaman og hugsa um eitthvað fyrir Helga Seljan að segja.“

Til þess að sjá stöðuna á Columbia Open eftir 2. hring SMELLIÐ HÉR: